VERSLUNARSÍÐA

Verslunarsíða

"Style mile"

"Style mile" tískugatan vísar til tæplega tveggja ferkílómetra svæðis í miðju Glasgow þar sem er að finna fjöldan allan af verslunum, allt frá einstökum merkjaverslunum til aðalverslana hjá stórum, breskum og alþjóðlegum verslunarkeðjum. Hvort sem þú ert að leita að nýjustu hönnun frá Diesel, hátísku hjá River Island, barnaleikföngum hjá Hamleys eða kjarakaupum hjá Primark og Matalan, muntu alltaf finna það sem þú ert að leita að á þessari tískugötu.

Buchanan-Street-995-2

Buchanan Street

Með tvær stórar verslunarmiðstöðvar á hvorum enda - Buchanan Galleries á norðurendanum og St. Enoch Centre við suðurendann - Buchanan Street hefur verið kosin einn af bestu verslunarstöðum í heimi.

Í mars 2013 opnar nýja verslanamiðstöðin Buchanan Quarter sem beðið hefur verið eftir með óþreyju og býður upp á helstu tískunöfnin, þeirra á meðal flaggskip Skotlands Forever 21 sem og Gap og Vans.

PrincesSquareInterior

Princes Square

Princes Square er ein helsta verslunarmiðstöð Skotlands með frábæra blöndu af smáverslunum með tískuvörur, lífsstílsvörur, snyrtivörur, gjafir, list og skartgripi. Þar á meðal Jo Malone, French Connection og Vivienne Westwood.

Argyle-Archade

Argyll Arcade

Í hjarta borgarinnar, rétt hjá Buchanan Street, liggur Argyll Arcade en þar er að finna mesta úrval af skartgripa- og demantaverslunum í Skotlandi allt á einum stað. Verslanir svo sem ROX, Lewis Grant og Laings.

Ingram-Street-shopping

Ingram Street

Ingram Street liggur frá Royal Exchange Square beint í gegnum miðju Merchant City og er einstök tískugata með úrval af hönnunarvöru svo sem Mulberry, Pretty Green og Emporio Armani.

Share