SÖFN OG GALLERÍ

Söfn og Gallerí

Kelvingrove Art Gallery and Museum

Kelvingrove-995

Kelvingrove Art Gallery and Museum, er í miðju hins gullfallega KelvingrovePark í West End-hluta borgarinnar og er einn vinsælasti ferðamannastaður Skotlands, sem ekki þarf að greiða fyrir aðgang að.

Í Kelvingrove eru 22 nútímaleg gallerí hvert með sínu þemanu þar sem sýndir eru 8.000 munir. Þetta safn er þekkt á alþjóðavisu og er með fræg verk eftir listamenn svo sem Salvador Dali, Rembrandt og Monet. 

Riverside

Riverside-995

Hið nýja Riverside Museum kafar ofan í sögu iðnvæðingarinnar í Glasgow, sem má rekja til River Clyde. Gægstu inn í fortíðina með einstöku safni af munum svo sem bílum, mótorhjólum, gömlum lestum, slökkviliðsbílum og 250 skipamódelum sem má rekja til þeirra tíma þegar Glasgow var miðstöð fyrir skipasmíðar. Ekkert kostar inn og er þar af leiðandi tilvalin leið til að verja deginum.

Önnur tenging við skipasmíðafortíð Glasgower Tall Ship Glenlee sem stendur við hlið safnsins og er þriggja mastra flutningaskip frá viktoríutímabilinu sem í dag inniheldur áhugavert sjóminjasafn.

Mackintosh

GSOA-2-995

The Mackintosh Trail er fullkomin leið til að kynnast verkum frægasta arkitekts Glasgow-borgar, Charles Rennie Mackintosh. Miðinn er aðeins £16 og fyrir það færðu skoðunarferð um 10 helstu byggingar miðborgarinnar og má nálgast hann hjá Glasgow Visitor Information Centre, SPT Travel Centre, Mackintosh skoðunarstöðum og á netinu. Með miðanum færðu heilsdagspassa að neðanjarðarlestinni og First strætóþjónustunni auk þess að fá aðgang að Mackintosh áfangastöðum svo sem Glasgow School of Art, House for an Art Lover og The Mackintosh House.

**Mikilvægar upplýsingar**

Sökum bruna sem varð nýlega í Mackintosh byggingu listaskólans í Glasgow, verða gestastofan og verslunin lokuð og öll leiðsögn fellur niður þar til annað verður auglýst.

Öll leiðsögn um Mackintosh bygginguna ásamt kynnisferðum (mini tours) falla niður til 1. júlí að minnsta kosti. Greiddar pantanir og Eventbrite gjöld verða endurgreidd fyrir þær ferðir sem aflýst er og allar síðari pantanir eftir það sem þetta varðar.

Listaskólinn í Glasgow biðst afsökunar á öllum óþægindum og mun upplýsa viðskiptavini um nýjan opnunartíma og kynnisferðir þegar slíkar upplýsingar verða tiltækar. 

The Lighthouse 

The-Lighthouse-995

Lighthouse er á Mitchell Lane, útaf Buchanan Street og er aðalmiðstöð fyrir hönnun og byggingalist í Skotlandi. Byggingin var opnuð í júlí 1999 og hýsir Mackintosh Interpretation Centre eða 'Mack' Centre þar sem farið er yfir ævi og störf Charles Rennie Mackintosh.

City Chambers

City-Chambers-995

Í austurhluta George Square stendur City Chambers, ein af mikilvægustu og tignarlegustu byggingumGlasgow. Þessi viktoríska bygging er almennt talin eins sú fallegasta í Bretlandi og er í miklu uppáhaldi hjá heimamönnum og ferðamönnum.

City Chambers er miðpunktur George Square og er glæsilegt tákn um veldi og ríka sögu Glasgow. Lokið var við bygginguna 1888 og hefur hún verið höfuðstöðvar borgaráðsins í Glasgow æ síðan. Ókeypis skoðunarferðir eru í boði tvisvar alla virka daga, klukkan 10:30 og 14:30, háð starfsemi borgarráðs. City Chambers var nýlega kosin á TripAdvisor sem helsti ferðamannastaður borgarinnar.

National Piping Centre

National Piping Centre er frábær leið til að hlýða á og sjá sekkjapípuhefð Skotlands.

Sekkjapípusafnið í National Piping Centre hefur að geyma þrjú hundruð ár af sögu þessa merkilega hljóðfæris, þar á meðal muni frá Þjóðminjasafni Skotlands.

Share