NÆTURLÍF

Næturlíf

Barir og klúbbar

Rogano-995

Í borginni er enginn skortur á flottum börum og lúxus skemmtistöðum af öllu tagi. Þú getur skotist til Merchant City og valið um bari og gripið þér kokteil í glæsilegu umhverfi Corinthian Club. Ef þú kýst frekar að leita uppi heðfbundna skoska upplifun þá er West End svæðið fullt af dæmigerðum skoskum pöbbum 

Ef þú vilt fara út á lífið þá er nóg af börum og næturklúbbum við Sauchiehall Street og Bath Street. Fyrir ógleymanlegt kvöld er ómissandi upplifun að kíkja á The Arches klúbbinn sem staðsettur er rétt undir járnbrautinni við Central Station. The Arches er einn af helstu menningar- og tónlistarstöðum í Evrópu og hefur boðið upp á sum af stærstu klúbbakvöldum Bretlands og ýmsar aðrar uppákomur. - See more at:

Grín

Glasgow er mjög stolt af líflegri grínsenu sem hægt er að upplifa víðs vegar um borgina, þar á meðal á The Stand, helsta grínklúbb borgarinnar, en staðurinn á sér langa sögu og stærstu nöfnin í skosku gríni hafa troðið þar upp.

Tónlist

Tónlistarsenan í Glasgow er fræg og það er nóg úr að velja, frá samtíma- og sígildri tónlist yfir í keltneska og kántrí. Scottish Symphony Orchestra og Royal Scottish National Orchestra eru báðar staðsettar í borginni. Óhætt er að segja að enginn verði svikinn af tónlistarsnillinni íGlasgow.

Þar sem borgin er á skrá sem UNESCO tónlistarborg kemur ekki á óvart að heyra að það eru að meðaltali 130 tónlistarviðburðir í hverri viku í Glasgow á frábærum stöðum eins og: Hinum fræga King Tut's Wah Wah Hut, hinum fyrsta flokks Scottish Exhibition + Conference Centre, hinum sívinsæla Barrowlands og Old Fruitmarket, sem er einstakur staður með ríkan karakter. Smelltu hér til að sjá hvað er í gangi.

Í september 2013 opnar nýr 12.000 sæta leikvangur, The Hydro, jafnt fyrir stóra íþróttaviðburði og tónleika margra helstu tónlistarmanna heims

Leikhús

Leikhúsunnendur verða ekki fyrir vonbrigðum með rafmagnaða leikhússenu borgarinnar, með fjölbreytt úrval af frábærum leikhúsum, gömlum og nýjum, sem bjóða upp á spennandi sýningar allt árið um kring. The Kings og The Pavilion hafa boðið upp á söngleiki, skemmtisýningar og grín frá aldamótunum 1900. Ekki má heldur gleyma að skoða þær uppfærslur sem eru í gangi hjá Theatre RoyalTron Theatre og Citizens Theatre.

Á meðal þeirra leiksýninga sem koma til Glasgow í byrjun árs 2012 má nefna All New People, An Inspector Calls og Save the Last Dance for Me.

Smelltu hér til að sjá hvað er að gerast í Glasgow.

Share