HVAÐ-ER-Á-DOEFINNI

hvað-er-á-doefinni

Glasgow er í röð fremstu menningarborga Evrópu, það er alltaf mikið á döfinni þegar Glasgow er sótt heim.

Smelltu hér til að sjá hvað er um að vera.

Celtic Connections (janúar)

CelticConnections4

Celtic Connections er árviss tónlistarhátíð í Glasgow um alþýðu, uppruna og heimstónlist. Hátíðin heldur á lofti keltneskri tónlist og tengslum hennar við menningu um allan heim.

Ár hvert koma rúmlega 2.000 tónlistarmenn víða að úr heiminum til Glasgow og borgin lifnar við í 18 daga með tónleikahaldi, ceilidh-tónlistarsamkomum, fyrirlestrum, listsýningum, vinnuhópum og ókeypis viðburðum.

Glasgow Film Festival (febrúar)

Kvikmyndahátíðin Glasgow Film Festival er þriðji stærsti kvikmyndaviðburðurinn í Bretlandi og sá sem vex örast en þar fara fram yfir 350 viðburðir á meðan á 10-daga hátíðinni stendur í febrúar.

Á undanförnum árum bæði dómkirkjunni og neðanjarðarlestarkerfi Glasgowborgar var breytt í kvikmyndahús í fyrsta sinn í sögunni og í hinu sögufræga Tall Ship voru sýndar kvikmyndir þar sem vatnið var að sjálfsögðu viðfangsefnið.

Glasgow International Comedy Festival (mars)

Comedy-995

Alþjóðlega leiklistarhátíðinGlasgow International Comedy Festival er umfangsmesta leiklistarhátíð Evrópu þar sem leikarar af stóra sviðinu og upprennandi hæfileikafólk stígur á fjalir sýningarhúsa um alla borgina í rúmar tvær og hálfa viku. Eitthvað er að finna fyrir allan aldur, smekk og fjárhag á þeim ríflega 350 sýningum á 40 sviðum í borginni.

Glasgow International (apríl)

Glasgow International er heimsfræg hátíð nútímalista sem haldin er annað hvert ár. Glasgow International blæs lífi í borgina og býður upp á það allra besta í skoskri og alþjóðlegri list og hún laðar til sín áhorfendur frá öllum heimshornum.

Á hátíðinni er Glasgow í öndvegi sem einstök og mikilvæg miðstöð fyrir sköpun og birtingu nútímasjónlista. Hátíðin fer fram á ýmsum stöðum í borginni, meðal annars í helstu lista- og menningarstofnunum Glasgowborgar, en þar fer fram metnaðarfull dagskrá með listsýningum, viðburðum, umræðum, flutningi og verkefnum á vegum listamanna sem búsettir eru í Glasgow og víða um heiminn.

Aye Write! bókmenntahátíð Glasgowborgar (apríl)

Bókaunnendur verða stórhrifnir af þessari 10-daga vegsömun hins ritaða orðs, þar sem finna má atburði fyrir stóra og litla bókaorma.

West End Festival (júní)

West End Festival hátíðin er einn vinsælasti menningarviðburðurinn í Glasgow og í júnímánuði hertekur hún ímyndunarafl þátttakenda og gesta í vestasta hluta Glasgowborgar. Meðal viðburðanna eru tónleikar með klassískri, þjóðlaga- rokk- og djasstónlist, leiksýningar, dans, barnabókahöfundar, gönguferðir með leiðsögn og viðhafnardagar í hverfinu.

Glasgow Mela (júní)

Á stærstu fjölmenningarhátíð Skotlands lýsist Kelvingrove Park garðurinn upp ár hvert með kviksjármynstri lita og upplifunar frá öllum heimshornum með tónlist, dansi og uppákomum. 

Hátíð verslunarborgarinnar - Merchant City Festival (júlí)

Menningarhverfi Glasgowborgar lifnar við á þessari fimm daga árlegri hátíð með lifandi tónlistarflutningi, götulistamönnum, listsköpun, dansi, leiksýningum, gamanleik, mat og drykk. 

Piping Live! og heimsmeistarakeppni sekkjapípusveita (ágúst)

WPBC-995

Árið 2014 hélt Piping Live! upp á 11 ára afmæli sitt og var eitthvað um að vera bæði dag og nótt á tónleikastöðum sem voru jafn fjölbreytilegir og sjálf dagskráin.

Á hverju ári hittast sekkjapípuleikarar víðs vegar að úr heiminum í Glasgow Green garðinum til að keppa um þennan mikils metna titil. Ekki missa af frábærri helgi sem hlaðin er sýningum í heimsklassa og viðburðum fyrir alla fjölskylduna.

Opið hús Glasgowborgar - Glasgow Doors Open Day (september)

Glasgow Doors Open dagurinn er árlegur viðburður sem teygir anga sína um alla borgina. Dyr bygginga opna upp á gátt og almenningi er boðið inn. Gönguferðir, leiðsögn, umræður og sérstakir viðburðir eru einnig hluti af opna húsinu, þar má læra margt um einstaka byggingalist Glasgowborgar. Allir viðburðir eru gjaldfrjálsir.

Hlaupið Bank of Scotland Great Scottish Run (október)

Fólk á öllum aldri og getu fær að spreyta sig í stóra skoska hlaupi Skotlandsbanda eða Bank of Scotland Great Scottish Run, þar sem hægt er að fara hálfmaraþon, 10 km eldra hlaup sunnudaginn 5. október ásamt dagskrá með örhlaupi, hlaupi fyrir yngri kynslóðina og smábörn laugardaginn 4. október á og umhverfis George Square torgið og miðborgina.

Mackintosh-hátíð sköpunar - Creative Mackintosh Festival (október)

Creative Mackintosh Festival – er árleg hátíð þar sem haldið er upp á æviferil og verk arkitektsins, listamannsins og hönnuðarins Charles Rennie Mackintosh í Mackintosh miðstöðinni og víðar með sýningum, leiðsögn, kynningum og leiksýningum.

Glasgay! Festival, Glasgow hinsegin hátíð (október/nóvember)

Á Glasgay! heldur Skotland hátíðlega hinsegin menningu. Á hverju ári býður Glasgay! upp á dagskrá í heilan mánuð með hágæðaleiksýningum, flutningi, dansi, sjónlistum, alþjóðlegum kvikmyndum og spennandi næturklúbbum.

Viskíhátíðin Glasgow's Whisky Festival (nóvember)

Glasgow's Whisky Festival er hátíð þjóðardrykks Skota og þá er sviðsljósinu beint að brugghúsum og átöppunarhúsum í Glasgow og næsta nágrenni. Hátíðin fer fram í The Arches leikhúsinu og þar er áhugasömum viskí-unnendum boðið í hraðferð um hvert hérað í Skotlandi ásamt sýndarferðum til áfangastaða lengra í burtu. 

Share