Viskí og Eimingarhús

Þegar kemur að hinum alþekkta þjóðardrykk okkar hefur Glasgow allt mögulegt að bjóða, allt frá huggulegum börum með úrval staðbundinna viskítegunda og smökkun til sérhæfðra smásala og kynnisferða í eimingarhús.

EIMINGARHÚS

Heimsókn til Glasgow verður ekki fullkomin nema með því að heimsækja eitt af eimingarhúsunum í grenndinni.

Glengoyne-995

Glengoyne Distillery er í þægilegri fjarlægð frá Glasgow og er opið allan ársins hring. Eimingarhúsið býður úrval kynnisferða, m.a. Master Blender Session heimsókn þar sem gestir fá að búa til sína eigin blöndu af viskíi.

Auchentoshan-995

Auchentoshan Distillery er við bakka Clyde árinnar og er heimili eina skoska þríeimaða „single malt“ viskísins. Eimingarhúsið er vel staðsett í 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Glasgow, aðeins 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum, og býður upp á fróðlega kynningu á eimingartækninni og meistarakennslu í viskígerð. Kynnisferðin „The Story of Oak“ eða „Saga eikarinnar“ gefur færi á að finna einstök áhrif sem tunnur úr mismunandi efni hafa á Auchentoshan viskíið og einnig hvernig það eldist.

EIMINGARHÚS FRAMTÍÐARINNAR Í GLASGOW

Fyrsta nýlega eimingarhúsið í Glasgow í rúma heila öld er hið upphaflega eimingarhús Glasgowborgar sem verður endurlífgað í hjarta borgarinnar við ána Clyde. Dæluhúsið (Pump House) þar sem Glasgow Distillery eimingarhúsið verður til húsa mun leiða saman fortíð og nútíð til að gestir geti fylgt hinum einstaka gyllta skoska skipsfarmi á brautryðjandi ferðalagi sínu og hlýða á sögur um heimsfrægðina sem þessi vínandi nýtur í dag.

Eimingartækin fyrir viskíið eru komin í Pump House og 2014 var lagt í fyrsta viskí Glasgowborgar.  Nánari upplýsingar og nýjustu fréttir er að finna hér.

VISKÍBARIR

Glasgow er þekkt fyrir viskíbarina sína og þar má finna eitthvert besta úrval af maltviskíi í öllu Skotlandi.
Pot Still barinn sem nefndur er eftir allra fyrstu eimingartækjunum fyrir viskí er dásamleg lítil krá og gestir hennar koma aftur og aftur. Á barnum er tilkomumikið tunnuhlað og hann býður fleiri viskítegundir en nokkur ræður við, sem allar eru afgreiddar af fróðu og glaðlegu starfsfólki.

Bon Accord ölhúsið og maltviskí barinn við Charing Cross geymir 380 tegundir af maltviskíi og er einn virtasti pöbbinn í Skotlandi.

Á horni líflega Finnieston svæðisins stendur Ben Nevis með stolti og býður framúrskarandi úrval af viskítegundum. Þar inni er auðvelt að ímynda sér að maður hafi gengið inn á krá langt uppi í skosku hálöndunum þar sem lífleg samtöl óma milli staðkunnra sem og aðkomumanna. 

HVAR SKAL VERSLA

Í könnunarferð um borgina má finna mikið úrval maltviskítegunda, þar á meðal margar sjaldgæfar og vandfundnar flöskur hjá The Good Spirits Co. rétt hjá Buchanan Street á tískumílunni (Style Mile). 

LÁTTU FÆRA ÞÉR VISKÍIÐ!

scothc-broth-995

Scotch Broth Events er félag sem upprunnið er í Glasgow og hefur að bjóða ógleymanlega upplifun við viskísmökkun. Scotch Broth getur boðið upp á sérsniðna fundi og matseðla sem henta hverju tækifæri með því að skipuleggja smökkun fyrir hópa og útbúa munnbita með viskíinu.

Whisky Tastings býður einnig upp á klæðskerasaumaða upplifun á viskíi eftir þínum óskum. Með því að aflétta leyndardómshulunni af maltviskíinu er öruggt að heimsókn á Whisky Tastings verði eftirminnileg.  

Share