Spila golf í Glasgow og nágrenni

Glasgow er vel staðsett til að golfáhugafólk geti notið fjölbreyttra og frábærra valla, meðal annars þekktra keppnisvalla eins og Mar Hall, The Carrick, Dundonald Links, Prestwick, Haggs Castle, Gleneagles, Royal Troon and Turnberry, en einnig East Renfrewshire golfklúbbsins sem er í nágrenni við miðborg Glasgow.

Þegar úrvalið er svona mikið er helsti vandinn að ákveða hvar skuli byrja.

The Earl of Mar golfvöllurinn

Fimm stjörnu golfupplifun í nágrenni við Glasgow

Mar-Hall-GOlf

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 24 km

Clyde áin og Kilpatrick hæðirnar eru sláandi bakgrunnur fyrir The Earl of Mar golfvöllinn.  Völlurinn er hannaður af hinum kunna golfvallararkitekt Dave Thomas sem er þekktastur fyrir verk sín við The Belfry í Englandi og þessi keppnisvöllur lofar kylfingum fimm stjörnu golfupplifun.

The Carrick við Loch Lomond

Hrífandi golf við hina rómuðu bakka vatnsins

Carrick-golf-995

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 40 km

The Carrick er við bakka Loch Lomond og hannað af hinum rómaða golfvallarhönnuði Doug Carrick.  Parið á vellinum er 71 og hann er umkringdur stórkostlegu landslagi og nær yfir landamærin á milli skosku láglandanna og hálandanna.

Prestwick golfklúbburinn

Fetaðu í fótspor meistaranna!

Prestwick-Golf-Course

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 72 km

Prestwick golfklúbburinn er fæðingarstaður opna meistaramótsins og einn elsti golfvöllur í heimi. Í Skotlandi er hann í algjörum sérflokki og einn snúnasti völlurinn í landinu. Völlurinn er í um hálftíma fjarlægð frá Glasgow, við Ayrshire sjávarsíðuna sem þekkt er fyrir golf, og er nokkuð sem enginn kylfingur má láta framhjá sér fara en mundu að halda þér fjarri Cardinal og Sahara sandgryfjunum!

Dundonald golfvöllurinn

Nýjasta viðbótin býður klassískar golfþrautir

Dundonald-Links-Golf-Course

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 40 km

Dundonald er nýtískulegur og hefðbundinn meistaravöllur við ströndina með frábæra aðstöðu sem gerir hann að hentugum kosti til að stunda golf hvort sem er að sumri eða vetri til. Hann er viðurkenndur sem einn besti völlurinn í Skotlandi síðan hann var opnaður árið 2003 og er hann jafnt áskorun sem skemmtun.

Royal Troon golfklúbburinn

Gegnsýrður af sögu og hefðum golfsins

-media-64371-1572  342 Ayrshire Royal Troon Golf Course

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 56 km

Old Course brautin við Royal Troon völlinn er einn besti golfvöllur í heimi, hann er einnig talinn vera einn sá snúnasti. Völlurinn verður vettvangur opna meistaramótsins árið 2016. Ná verður góðum stigafjölda á fyrstu níu holunum þar sem heimkoman er ein sú erfiðasta sem fyrir finnst í golfi.


Trump Turnberry

Táknmynd golfvalla í heiminum

-media-72089-1711  481 Ayrshire Golfer Trump Turnberry Golf Course Lighthouse

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 80 km

Trump Turnberry hefur fjórum sinnum þjónað sem völlur fyrir opið meistaramót. Frá vellinum er stórkostlegt útsýni yfir bakka Clyde og hann er vafalaust einn mikilsmetnasti golfvöllurinn í heimi.

Gleneagles

Völlurinn var vettvangur 2014 Ryder-bikarkeppninnar og meðal heimsins bestu áfangastaða fyrir kylfinga

Gleneagles-995

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 80 km

Gleneagles státar af þremur keppnisvöllum sem allir eru þekktir á heimsvísu.  Jack Nicklaus hannaði PGA Centenary Course í tilefni af hundrað ára afmæli PGA mótsins og á honum fór 2014 Ryder-bikarkeppnin fram.  King's Course völlurinn er nærri því 100 ára gamall og var útbúinn til að ögra jafnvel færustu kylfingum en Queen's Course völlurinn er í afar fallegu umhverfi.


Haggs Castle golfklúbburinn

Völlurinn er fyrrum vettvangur Evrópumeistararmótisins European Tour og er þrunginn sögu

Haggs-Castle-995

Fjarlægð frá miðborg Glasgow: 3 km

Haggs Castle er nærri því mitt í hjarta stærstu borgarinnar í Skotlandi. Völlurinn er í gróskumiklum garði og golfbrautirnar markaðar með trjám. Haggs völlurinn er svo góður að hann var vettvangur Scottish Open mótsins árið 1986.

Ayrshire Golf

Upphafsstaður Open mótsins

Ayr-image

Á vesturströnd Skotlands finnurðu golfvöllinn sem þú leitar að, sem hefur uppá allt að bjóða. Hjá Ayrshire Golf Scotland kynnist þú því að spila á grænum hólum og hæðum í Ayrshire, á eyjunni einstöku Isle of Arran  eða á rómuðum völlum meðfram strandlengjunni, þar á meðal á þremur heimsþekktum keppnisvöllum fyrir Open mótið.

Vantar þig fleiri hugmyndir?  Því ekki að kynnast betur skrúðgörðum og almenningsgörðum í borginni eða hvert skuli halda til að fá sér að borða eftir erfiðan dag á golfflötunum?

Share