Út að borða í glasgow fyrir minna en fimm pund

Hér eru í hápunkti nokkrir af bestu veitingastöðunum í Glasgow þar sem hægt er að borða fyrir minna en £5!

MARTHA'S

Marthas-995

Martha's er tiltölulega nýr veitingastaður en hefur nú þegar marga dygga áhangendur og það af góðri ástæðu. Þessi líflegi staður við St Vincent Street í miðborginni býður upp á góðan skyndibita með smá útúrdúr - hollur, siðferðilegur og búinn til úr staðbundnum og árstíðabundnum hágæða hráefnum og flestir réttirnir kosta minna en £5.

LITTLE ITALY

Little-Italy-995

Little Italy er í West End og þar er að finna samanbland af andrúmslofti sem er að finna á hefðbundnum ítölskum kaffibar og á pítseríu - á mjög svo viðráðanlegu verði. Pítsurnar eru hápunktur máltíðarinnar og sneið af nýbakaðri þunnbotna osta- og tómatapítsu kostar aðeins £3,50 - góðar fréttir fyrir budduna, ekki svo góðar fyrir línurnar!

THE WEE GUY'S CAFÉ

Sama fólkið stendur að þessum veitingastað og Guy's Restaurant & Bar. The Wee Guy's Café býður fjölbreytt úrval af kaffitegundum, morgunverðum og bakkelsi ásamt sushi, samlokum og salötum.  Frábær staður til að njóta hádegisverðar og fylgjast með mannfjöldanum meðan setið er við gluggasæti eða til að grípa með sér nesti fyrir lautarferð í skrúðgarð.

BANANA LEAF

Ekki láta útlitið blekkja þig - hjá Banana Leaf við Old Dumbarton Road er að finna mikið úrval óhefðbundinna rétta á góðu verði sem eru frá Tamil Nadu og Kerala héruðum. Þar er boðið upp á öðruvísi rétti til að taka með sér og þetta er gott tækifæri til að smakki á hefðbundnum og ósviknum réttum frá Suður-Indlandi sem sjaldan sjást á matseðlum.

PIECE

Piece-995

Á gourmet samlokubar og kaffihúsi þeirra Tom Lauckner og John Moore í Finnieston, sem var opnaður 2008, er hægt að fá eina bestu lokuna í Glasgow, samlokur með Thai svínakjöti, coronation kjúklingasalat og skinku, egg með majónesi og cheddar-osti, sem kosta allar minna en fimm pund. Geymdu magapláss fyrir flotta kökusneið líka, ef þú getur.

MINT & LIME BAR

MintLime-995

Mint & Lime Bar (hluti af Euro Hostel keðjunni) eru að ýta úr vör nýjum hádegisverði með súpu og samloku sem kostar £4. Mint & Lime er tilvalinn staður fyrir fljótlegan verð, hvort sem á að slaka á eftir erilsaman dag eða hitta nýja vini. Staðurinn er vinsæll meðal námsmanna og viðskiptafólks en einnig hjá erlendum ferðamönnum og því er viðskiptavinahópurinn fjölbreyttur og litríkur. Staðurinn er hannaður af einum fremsta barhönnuð í Bretlandi,  er fágaður, þægilegur og andrúmsloftið rólegt og aðlaðandi.

SOCIAL BITE

Social Bite er samlokustaður með meiru - 100% (hvert einasta penný) af ágóðanum rennur til góðgerðarmála og 1 af hverjum 4 starfsmönnum var áður heimilislaus. Maturinn er frábær og á viðráðanlegu verði, hann sér einnig heimilislausum í nágrenninu fyrir mat með átaki sem nefnist „Suspended Coffee and Food“ sem felur í sér að viðskiptavinir geta skilið eftir andvirði kaffibolla eða einhvers annars handa heimilislausum.

Við vonum að þér hafi líkað úrval okkar af veitingastöðum, en ekki má gleyma því að það eru margir aðrir flottir veitingastaðir í Glasgow!

Share