Snæða sig umhverfis heiminn

Hinir fjölmörgu verðlaunuðu veitingastaðir og kaffihús í Glasgow bjóða upp á matargerð margra mismunandi landa um allan heim. Er ekki tilvalið að breikka matarsjóndeildarhringinn og kanna bragðtegundir heimsins sem bíða eftir þér á næsta götuhorni.

AMERÍSKT

Hard-rock-995

Hard Rock Café, sem beðið var eftir með óþreyju, er í Athenaeum Theatre og hefur verið mjög vinsælt. Á matseðlinum eru margir tex-mex réttir, réttir frá suðurríkjum Bandaríkjanna og skammtarnir eru ríkulegir svo engin hætta er á að fara svangur heim.

BRASILÍSKT

Boteco-do-brazil-995

Boteco Do Brasil heitir eftir hinum vinalegu hverfisbörum í Rio de Janeiro og er með tryggan hóp viðskiptavina. Það er alltaf eitthvað á seyði á Boteco Do Brasil. Þar er gott að fá sér hanastél, BBQ og tapas í frábæru andrúmslofti.

KÍNVERSKT

Lychee-oriental-995

Lychee Oriental, sem fékk titilinn besti nýliðinn á verðlaunahátíð veitingahúsa í Glasgow árið 2012 og var valinn besti asíski staður Skotlands á Scottish Entertainment Awards, býður upp á heildstæðan kantonískan matseðil í nútímalegum og stílhreinum húsakynnum.

FRANSKT

le-bistro-beaumartin-995

Le Bistro Beaumartin er glæsilegt kaffihús sem býður fullan matseðil af sönnum frönskum mat, borinn fram á hefðbundinn hátt. Stílhreint umhverfi staðarins kemur klárlega til greina ef þú ert að leita að flottum stað fyrir málsverð.

JAPANSKT

sapporo-teppenyaki-995

Ef þú vilt upplifa kvöldverð sem er dálítið öðruvísi - skaltu reyna Sapporo Teppenyaki. Þjálfaðir kokkar sýna listir sínar á meðan þeir elda og bera fram matinn fyrir framan þig og þannig er þetta einstakur veitingastaður.

RÚSSNESKT

Cafe-cossachok-995

Café Cossachok er fyrsta og eina sanna rússneska veitingahúsið á Skotlandi, en þar eru bornir fram hefðbundir rússneskir réttir í vinalegu umhverfi. Á dagskránni er stöðugt lifandi tónlist og svo skaltu líta á listasafnið!

SPÆNSKT

cafe-anduluz-995

Með frumleika sínum kynnti Cafe Andaluz í West End tapas í fyrsta sinn fyrir mörgum Glasgowbúum og staðurinn er enn einn ástsælasti veitingastaður borgarinnar. Matseðilinn er mjög fjölbreyttur þannig að allir finna eitthvað við hæfi.

TAÍLENSKT

Chaophraya-995

Chaophraya var opnaður 2012 og er stærsti taílenski veitingastaðurinn í Evrópu, hann er spennandi staður fyrir alla þá sem leita að frábærum mat í þægilegu umhverfi. Skoðaðu einnig ómissandi hanastélin á Palm Sugar barnum!

TYRKNESKT

alla-turca-995

Fullkomið dæmi um fjölbreytileikann í matargerð Glasgowborgar. Hjá Alla Turca eru bornir fram hefðbundnir tyrkneskir réttir í afslöppuðu umhverfi - mezze smáréttir, nýbakað flatbrauð og hefðbundið grillað kjöt eru daglega á matseðlinum hér.

VÍETNAMSKT

Hanoi-Bike-Shop-995

Þegar fréttist að Beyoncé hafi farið á þennan stað í heimsókn sinni til Glasgow 2014 beindist kastljósið að Hanoi Bike Shop sem er ekta víetnamskur veitingastaður og gaman er að kanna hugmyndaríkan matseðillinn - stað sem þú verður að komast á.

Share