Síðdegiste Í Glasgow

Hvort sem þú ert að bjóða mömmu út að borða eða eyða tíma með vinum, jafnast ekkert á við síðdegiste.

Afternoon-tea-Princes-Square-995

Þessi fullkomlega breski siður hefur átt auknu fylgi að fagna í Glasgow og nú eru fjölmargir staðir í borginni þar sem hægt er að gæða sér á gómsætum samlokum, nýbökuðum skonsum og heitu tei:

BLYTHSWOOD SQUARE

Til að leyfa sér að njóta síðdegistes á þeim stað sem býður upp á hvað mestan munað í Glasgow, þarf að fara á Blythswood Square. Taktu stefnuna á salinn á annarri hæð og veldu þar á milli Blythswood Cream Tea, Duchess of Bedford Afternoon Tea, Tea Tox Afternoon Tea og Blasad Albannach (bragðgott skoskt) Afternoon Tea.

Gesturinn byrjar á að velja te, en á matseðlinum er allt frá skonsum og „clotted“ rjóma (búinn til með því að sjóða mjólk og fleyta ofan af) sem allir þekkja og elska, til óvenjulegri rétta eins og hindberja- og rósapipar-makkarónur, skoskir úrvalsostar með hafrakökum, kveði- og vínberjahlaup ásamt myntusúkkulaði- og karamellu-vínarbrauð.

BROWNS

Browns Glasgow er í sérstakri 130 ára byggingu gamla aðalpósthússins í miðju miðborgarinnar. Veitingastaðurinn og barinn eru stílhrein og andrúmsloftið er rólegt, góður staður til að njóta hefðbundins síðdegistes. Browns bera fram hefðbundið síðdegiste með fingrasamlokum, ávaxtaskonsum með jarðaberjasultu og „clotted“ rjóma, gómsætt úrval af smáum kökum og svo velur gesturinn sér te í lausu. Einnig gefst kostur á að bæta við glasi af kampavíni eða Hendrick's gini og tónik, ef þú ert í skapi til að láta það eftir þér.

BUTTERFLY & THE PIG

Nálægt Saint Judes á Bath Street í hjarta Glasgow er Butterfly & Pig testofan, en þar er snúið létt út úr hugmyndinni um hefðbundnu testofuna. Með því að notast við athyglisverð innihaldsefni og óvenjulega framsetningu tekst þeim að gæða þessa hefðbundnu síðdegisathöfn léttu spaugi. Síðdegiste er í sjálfu sér full máltíð sem myndi seðja jafnvel svöngustu gesti og hefst með samlokum með skoskum lax og staðgóðum hafrakökum. Á eftir þeim bragðmiklu eru svo ljúffengir sætir réttir.

CORINTHIAN CLUB

Hindberja-madeleine kökur, Banoffee ávaxtabökur, jarðaberja marengskökur, bananakaka og þá eru ótaldar skonsurnar og samlokurnar. Á Corinthian Club eru í boði einhver spilltustu síðdegiste í Glasgow, í umhverfi allsnægta sem á fáa sína líka.

CUP TEA LOUNGE

„Cup“ er orðið samheiti fyrir gómsætar kökur og munaðarfullt ljúfmeti í Glasgow. Cup Tea Lounge er afsprengi upprunalega staðarins á Byres Road og er í glæsilegri friðlýstri byggingu í miðborginni. Fagurlega flísalagðar vistarverur taka á móti gestum og skapa yfirbragð allsnægta þar sem gott er að bragða á sætabrauði.

Það er klárlega nauðsynlegt að prófa síðdegisteið. Þriggja hæða bakkar með ljúffengum fingrasamlokum ásamt cup-kökum og skonsum bökuðum á staðnum. Ef þig langar að ganga enn lengra er hægt að panta glas, eða flösku, af kampavíni eða eitt af dásamlegum hanastélum þeirra.

CUSHION & CAKE

Cushion & Cake er lítill gimsteinn sem leynist á Old Dumbarton Road og yndislegur staður fyrir heimilislegt síðdegiste. Staðurinn er búinn pastellitum borðum og stólum ásamt samtíningi af antík-leirvöru og þegar þú stígur inn skilurðu ysinn og þysinn í West end eftir fyrir utan og ert kominn í pastellitaða paradís fyrir þá sem kunna að meta kökur og handverk. Það er alveg sérstakt að fá sér síðdegiste á Cushion & Cake. Láttu eftir þér að velja úr samlokum, skonsum með „clotted“ rjóma og sultu, sem og ljúffengum bökum á kökubarnum. Allt þetta er síðan borið fram á alvöru úrvalspostulíni. Það er satt. Te smakkast virkilega betur úr alvöru tebolla.

GRAND CENTRAL HOTEL

Ef þú ert að leita að hóteli með munaði skaltu fara á Grand Central Hotel sem er við lestarstöðina Central Station. Meðal margra gesta þar má nefna sjálfa drottninguna og Frank Sinatra. Eitt af því besta við að búa á þessu hóteli er að það gefst kostur á að fara á Champagne Central, mjög sérstakan kampavínsbar, til að fá sér sérréttar-síðdegiste hótelsins. Prófaðu uppfært uppáhald eins og viskíbleytta sultana-skonsu eða fylltar makkarónur og skolaðu því niður annað hvort með rósatei eða bleiku kampavíni.

HIDDEN LANE TEAROOM

Mislitir stólar og tekatlar með ólík mynstur skapa fullkomið andrúmsloft fyrir síðdegiste í þessu dulúðlega sundi nálægt Kelvingrove garðinum. Ljúffengar samlokur, rjómafylltar marengskökur og smáar kökur eru bornar fram á gamaldags kökudiskum á mörgum hæðum. Allar veitingarnar eru búnar til á staðnum, það sem fólk dreymir um þegar minnst er á síðdegiste; rakt, ljúffengt, molnandi og kallar á meira. Breitt úrval af tei, allt frá Tchai-Ovna, þar á meðal Yogi Yogi Chai, mjólkursætt og yndislega kryddað. Hidden Lane Tearoom er staður sem maður vill segja öllum frá en gerir ekki, svo ekki verði allt fullt næst þegar maður kemur.

HOTEL DU VIN

Þú átt skilið að velja þér samloku, nýbakað sætabrauð og kampavín í síðdegistei við gnægtarborð Hotel du Vin við One Devonshire Gardens. Á Hotel du Vin, sem er í nýtískulega West End hverfinu í raðhúsi í viktoríönskum stíl, eru í boði afskaplega góð te sem gott er að drekka með freistandi sætabrauði, fingrasamlokum og ljúfum rjómaskonsum. Allt frá hefðbundnu síðdegistei til glass af freyðandi víni eða jafnvel „gin-og-te“.

HUTCHESONS

Sídegiste er daglegur draumaatburður hjá Hutchesons. Nýgerðar fingrasamlokur, heimabakaðar skonsur og sætabrauð eins og tíðkast á meginlandinu ásamt ljúffengum kökum, allt frá appelsínu-súkkulaði óperu, ostaköku með hvítu súkkulaði, pistasíu-madeleine, vínarbrauði og fleiru, allt nýbakað af yfir-kökumeistara þeirra og með þessu velur þú auðvitað eitt af Eteaket teunum í lausu. Hutchesons Bollinger Tea er borið fram með kældu glasi af Bollinger kampavíni eða ef þú kýst eitthvað öðruvísi, með glasi af Royal Tokaji Late Harvest eftirréttarvíni.

MILLENNIUM HOTEL

Ef þú vilt lifa ríkulega skaltu fá þér ríkulegt síðdegiste fyrir tvo á Millennium Hotel Glasgow. Leyfðu þér að fá þér af hinni tímalausu samsetningu ríkulega fylltra fingrasamloka, ávaxtaskonsa með „clotted“ rjóma og niðursoðnum ávöxtum, smátt sætabrauð og kökur, úrval af heitu tei og glas af Moët and Chandon Brut Imperial. Millennium Hotel stendur við George Square og er fullkominn staður til að slaka á og láta tímann líða við mat, drykk og að horfa á heimsins ys.

SAINT JUDES

Saint Judes, sem er allt í senn bar, klúbbur og veitingastaður, hefur árum saman verið fyrst með nýjungarnar við Bath Street. Síðdegisteið er á engan hátt venjulegt. Við kökustanda sem svigna undan sætabrauði og samlokum eru borin fram glös af freyðivíni eða jafnvel sérvöldu hanastéli. Viljirðu reyna eitthvað alveg einstakt, skaltu prófa te-martíní sem er sígilt gin-hanastél borið fram í gamaldags tekatli. Þessi framsetning kemur stöðugt á óvart og mun seint gleymast.

WILLOW TEA ROOMS

Testofan Willow Tea Rooms, sem byggð var undir leiðsögn arkitektsins Charles Rennie Mackintosh, er líklega þekktasta og sögulegasta af hinum fjölmörgu testofum Glasgow. Hvort sem það er til að hvíla sig á milli verslana eða að leyfa sér nokkurn tíma með bestu vinum sínum, er síðdegiste á Willow Tea Rooms ákjósanlegu kostur. Síðdegisteið er borið fram á hefðbundum 3 hæða kökudiskum og státar af úrvali af heimatilbúnum samlokum, skonsum með rjóma og jarðarberjasultu, „shortbread“ með smjöri, köku af kökuvagninum og úrvali af lausu tei eða nýmöluðu kaffi.

 

Share