Matur og Drykkur

Matur og Drykkur

Í Glasgow er lifandi menning matar og drykkjar þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt í smekk sem verði. Hið vinsæla ferðatímarit Wanderlust hrósaði nýlega „tilkomumikilli matagerðalist“ borgarinnar.  Hún er nú orðin rótgróin hluti af einstakri menningu borgarinnar: kaffi og kaka í innkaupaferðinni, hádegisverður á eða við nálægt safn, drykkir fyrir tónlistarviðburði, kvöldverður í einu af fjölbreyttum hverfum borgarinnar sem eru öll spennandi hvert á sinn hátt.

Í borginni ríkir það viðhorf að matur og drykkur snúist um að upplifa sanna stemningu og vel framborna rétti. Í Glasgow er það í höndum þess besta sem við eigum - fólksins okkar.  Við viljum svo gjarnan auðvelda þér að kynnast sérstökum mat og drykk okkar til að gera dvöl þína enn betri.  Því þegar öllu er á botninn hvolft, hvort sem þú kemur til að versla, fara á tónleika, á ráðstefnu, heimsækja fjölskyldu eða sjá viðburð, þurfa allir að borða.

Nútímalegt skoskt

Two-fat-ladies-995

Ef matur og drykkur er nýja rokkið, þá rokkar Glasgow svo sannarlega! Úrvalið er gríðarlegt og nýir veitingastaðir eru stöðugt að spretta upp.
Við í Glasgow erum heppin – kokkarnir okkar hafa aðgang að úrvals hráefni, þar á meðal sérlega góðum fiski og skelfiski, óviðjafnanlegri villibráð og nautakjöti, skoskum ávöxtum og grænmeti að ógleymdum verðlaunaostum. Þegar allt þetta er sett í samhengi við sjálfsörugga, skapandi veitingamenn verður ljóst hvers vegna matreiðsluframboð í Glasgow býr yfir hugmyndaauðgi og alþjóðlegum blæ.

Þér gefst færi á að smakka á hefbundnum réttum, svæðisbundnum sérréttum og staðbundnum afurðum eins og „haggis“, „shortbread“, viskíi og rjómalöguðu súpunni „cullen skink“ með reyktum fisk, kartöflum og lauk. Skoskt nútímaeldhús er allt þetta en bætir svo við smá snúningi, þannig að þú gætir rekist á „haggis pakora“, steiktar haggiskúlur með indversku kryddi, eða krabba- og agúrku-„canneloni“ á matseðlinum.

Ytri áhrif

Hanoi-Bike-Shop-995

Glasgow hefur tekið fagnandi keim og matargerð þjóðernis allra þeirra sem hafa sest að í borginni. Það má raunverulega tala um að „snæða sig umhverfis hnöttinn“.  Áhrifin eru mexíkósk, bandarísk, asísk, indversk, ítölsk, spænsk, portúgölsk og afrísk, svo fáein séu nefnd, sannarlega alþjóðlegt úrval.

Drykkur 

gin-71-995

Glasgow er hinn fullkomni staður til að gleyma sér um stund á meðan maður leyfir sér síðdegiste, glas af hanastéli, gini, viskíi eða hverju því sem hugurinn girnist.

Einu gildir hvort þú ert að bjóða mömmu út eða eyða tíma með vinum, ekkert bragðast betur en síðdegiste og það eru fjölmargir staðir um alla borgina sem bjóða uppá dýrindis síðdegiste.

Í Glasgow bjóða gin- og viskí-barir myndarlegt úrval, ásamt heimalöguðum hressingardrykkjum, og Glasgow á nú sitt eigið handverksgin, Makar Glasgow Gin, sem byrjað var að selja í október 2014 og er framleitt af Glasgow Distillery Company.  

Handverksbjór – er einnig með á nótunum. Hin kokrausta kráBrew Dog, við hliðina á Kelvingrove listagalleríinu og safninu og kráin Indy brewers, West, eru báðar í hinni sérstöku Templeton byggingu og bjóða afbragðs lager- og hveitibjór. Á Drygate Brewing kránni er hægt að fylgjast með bruggferlinu á meðan maður prófar einhverja af 24 mismunandi handverksbjórum þeirra, eða brugga sinn eiginn! Svo er líka Tennents sem allir þekkja og hefur verið í borginni í rúm 450 ár.

Á ferðinni

Babu-bombay-995-FB-image

Þar sem er iðandi vettvangur og sett er upp borð á búkkum eða gamall pallbíl útbúinn, spretta upp fyrirbærin „pop-up dining“ og „feastival food“.  „Street Food“ í Glasgow er eins lifandi og nokkru sinni fyrr með „pop-up“ upplifun um alla borg. „Street food“ má borða hvenær sem er dags eða nætur - fullkomin stoppistöð á annasömum innkaupadegi.

Með takmörkuð fjárráð

MintLime-995

Hvort sem þú ert námsmaður, í innkaupaferð, ferðamaður eða í viðskiptaferð, ættirðu að grípa frábær kauptækifæri sem þessi um alla borgina. Þú hefur úr miklu að velja, allt frá máltíðum fyrir leikhúsferðina til málsverðar fyrir innan við fimm pund.

Einu gildir hvaða smekk þú hefur eða hve stór buddan er, þú finnur klárlega eitthvað sem hentar þér!

 

Share