GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR

Gagnlegar upplýsingar

Velkomin til Glasgow, undirbúningur ferðarinnar getur verið hluti af ánægjunni af því að ferðast og því fylgja hér nokkur grundvallaratriði sem þú þarft að vita til að fá sem mest út úr heimsókninni.

clydearc for useful info

Tungumál

Enska

Gjaldmiðill

Breskt sterlingspund (£)

Peningar

Hraðbankar eru víða. Einnig eru allmargir staðir sem skipta gjaldmiðlum.

Flest hótel, veitingastaðir og verslanir taka við kredit- og debetkortum. Sumar smærri verslanir og gistihús kunna að taka aðeins við reiðufé.

Tímabelti

Glasgow er á Greenwich Mean Time (GMT) en einum tíma á undan GMT á sumrin, það er British Summer Time (breskur sumartími).

Loftslag

Vor (mars til maí) í Glasgow þýðir milt hitastig en þá skarta almenningsgarðar borgarinnar vorblómum um allt. Á sumrin (júní til september) er hitastigið allt frá mildu í heitt og sólríkt, auk þess sem gestir njóta allt að 16 tíma dagsbirtu yfir sumarið. Vetur eru kaldari, en meðalhitastig í janúar er 4,0°C og það snjóar stundum.

VisitScotland iCentre

Líttu við í upplýsingamiðstöð Skotlands í Glasgow sem er við Kelvingrove Art Gallery & Museum, Argyle St, Glasgow G3 8AG and Gallery of Modern Art, Royal Exchange Square, Glasgow G1 3AH.  Nánari upplýsingar er að finna á vef þeirra hér.

Þjórfé

Það eru engar fastar og meitlaðar reglur um þjórfé í Glasgow. Sértu ánægður með þjónustuna er algengt að skilja eftir 10-15% í þjórfé, einkum á veitingastöðum og kaffihúsum. Ekki er búist við þjórfé á krám. Fyrir ferðir með leigubílum er almennt námundað upp í næsta pund (£).

Reykingar

Bannað er að reykja á öllum opinberum stöðum þar með talin öll lokuð eða að hluta lokuð opinber svæði.

Símanúmer

Landsnúmer Bretlands er 44, en fastlínur í Glasgow byrja á svæðisnúmerinu 141 og síðan kemur 7 stafa númer. Til að hringja til útlanda skal velja 00 á undan svæðisnúmerinu.

Verslun

Verslanir í miðborginni eru almennt opnar mánudag til föstudags að minnsta kosti til klukkan 19 og frá 10 til 18 laugardaga og sunnudaga. Hægt er að versla á kvöldin á fimmtudögum en þá eru margar verslanir opnar til klukkan 20. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verslun.

VSK

Allt sem keypt er, nema matur, bækur og barnaföt, bera virðisaukaskatt, sem er nú 20%. Hann er innifalinn í því verði sem fram kemur í verslunum.

Gestir frá löndum utan ESB geta fengið VSK endurgreiddan af vörum í völdum verslunum, sem taka á út úr landinu samkvæmt reglum um útflutning smásöluvöru. Nánari upplýsingar um hvernig á að endurheimta VSK fæst á vef HM Revenue & Customs.

Öryggi

Glasgow er eins og hver önnur stórborg og þar gilda allar reglur almennrar skynsemi. Miðborg Glasgow er mjög örugg og þar ættirðu ekki að lenda í neinum vandræðum. Yfir daginn ættu lögreglumenn og samfélagsregluverðir (Community Enforcement Officers) borgarinnar að geta aðstoðað þig ef þörf er á.

Neyðarþjónusta

Í neyðartilvikum er hægt að hringja á lögreglu, sjúkrabíl eða slökkvilið í síma 999.

Kröfur um vegabréfsáritun

Þeir sem sækja Skotland heim verða að vera með gilt vegabréf áður en þeir leggja í hann og börn gætu þurft að vera með eigin vegabréf.

Allir gestir sem óska eftir að koma til Bretlands verða að uppfylla kröfur breskra innflutningsreglna.

Ríkisborgarar í ESB mega vera í Skotlandi eins lengi og þörf er á. Gestir frá öðrum löndum Evrópu mega dvelja allt að þremur mánuðum.

Gestir frá BNA, Kanada, Ástralíu eða Nýja-Sjálandi mega dvelja allt að sex mánuðum svo fremi að þeir séu með farmiða heim og peninga til að greiða fyrir ferðina

Gestir frá öllum öðrum löndum heims þurfa vegabréfsáritun.

Umsóknareyðublöð og upplýsingar um hvernig skuli sækja um vegabréfsáritun, sem og leiðbeiningar fyrir þá sem sækja Bretland heim, eru tiltæk á vef breska landamæraeftirlitsins (UK Border Agency).

Akstur

Ekið er vinstra megin.

Til að aka í Skotlandi þarf gilt ökuskírteini. Útlent ökuskírteini gildir í allt að 12 mánuði í Bretlandi.

Það er skylda að spenna beltin í framsætinu og ef bíllinn er með belti aftur í verður að spenna þau líka.

Heilsa

Ekki er þörf á neinum bólusetningum fyrir heimsókn til Skotlands.

Þegar ferðast er til Skotlands frá löndum utan Bretlands þarf að ganga úr skugga um hvaða neyðaraðstoð þú átt rétt á, hvaða lyf þú mátt koma með til landsins, hvað skuli gera ef neyðarástand kemur upp og hvernig ferðatryggingu þú þarft.

Skosk stjórnvöld leggja til ítarlegar upplýsingar um heilsugæslu fyrir erlenda gesti með PDF-sniði, hljóðupptökum og prentuðum gögnum með stóru letri.

Rafmagn og spennubreytar

Á Skotlandi er staðalspennan 240V AC, 50Hz. Fyrir raftæki frá Norður-Ameríku þarf spennubreyta og millistykki. Fyrir tæki frá Ástralíu og Asíu þarf aðeins millistykki. Tengiklærnar eru með 3 ferkantaða pinna og millistykki fást víða.

Trúfélög

Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um trúfélög og bænahús í Glasgow-borg. 

 

Share