AF HVERJU GLASGOW?

Af hverju Glasgow?

Glasgow er einn af heitustu áfangastöðum Evrópu. Þar má berja augum stórkostlega byggingalist, alþjóðleg listasöfn, bestu verslanir í Bretlandi utan West End í London og öflugasta og hressasta næturlífið í Skotlandi. Því kemur ekki á óvart að borgin var efst á lista fyrirtækisins Tripadvisor yfir borgir í Bretlandi sem eru bestu ákvarðanastaðir á uppleið árið 2012. 

Í borginni er stílhrein hönnun umlukin byggingarstíl viktoríutímabilsins. Ljómi Art Nouveau hreyfingarinnar leikur um borgina þökk sé Charles Rennie Mackintosh, arkitekt, hönnuði og táknmynd borgarinnar.

Það gæti ekki verið auðveldara að komast til Glasgow. Icelandair býður upp á beint flug á milli Reykjavíkurflugvallar og Glasgow International og þar sem flug tekur aðeins tvo klukkutíma þá, áður en þú veist af, gætir þú verið að slaka á og njóta alls þess sem Glasgow hefur upp á að bjóða.

Icelandair-995-2

Share