Norður-Glasgow

Ertu ekki viss um hvað þú eigir að sjá og gera í Norður-Glasgow?  Líttu á eftirfarandi tillögur okkar:

ALMENNINGS- OG SKRÚÐGARÐAR

Ruchill-Park-995

Í Norður-Glasgow eru fleiri en 10 almennings- og skrúðgarðar sem þú getur heimsótt.  Ef þú ert að leita að stöðum þar sem hægt er að horfa yfir borgina skaltu heimsækja Ruchill Park, sem er aðeins fáeina kílómetra frá miðborginni.

GLASGOW SKIPASKURÐURINN

canal-995

Forth og Clyde skipaskurðurinn sem var opnaður 1790 gekk undir heitinu Great Canal, Mikliskurður.  Á þeim uppgangstímum í iðnaði skipti skurðurinn sköpum fyrir vöxt Glasgow því hann var mikilvæg tenging fyrir flutninga og viðskipti.  Nú er skurðurinn að breytast í stórkostlegt strandsvæði bæði fyrir íbúana á staðnum og gesti.  Nánari upplýsingar um skurðinn og hvað er hægt að gera á bökkum hans er að finna hér.

QUEEN'S CROSS KIRKJAN

QueensCross-995

Queen's Cross kirkjan er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð frá miðborginni, en hún er eina kirkjan eftir arkitektinn Charles Rennie Mackintosh.  Byggingin er nú í eigu félagsins Charles Rennie Mackintosh Society, og fagurlegt yfirbragð gerir hana að vinsælum stað fyrir giftingar, ráðstefnur og tónleika. Svo er hún nokkuð sem allir aðdáendur Mackintosh verða að skoða. 

THE WHISKY BOND

The-Whisky-Bond-995

The Whisky Bond byggingin stendur á bökkum Forth og Clyde skipaskurðarins, er innan nýjasta menningarhverfis borgarinnar og aðsetur vaxandi hóps listamanna og hönnuða. Byggingin var upphaflega reist sem tollvörugeymsla fyrir eimingarstöð Highland Distilleries, en í dag er þar í boði rými fyrir sjálfstætt starfandi og upprennandi listamenn og þar eru haldnir ýmis konar viðburðir og sýningar.

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í West EndMerchant CitySouthsideSauchiehall StreetMiðbær og Finnieston.

Share