University of Strathclyde

Strathclyde-995

HEIMILISFANG: 16 Richmond St, Glasgow G1 1XQ, Bretland

VEFUR: http://www.strath.ac.uk

SÍMI: 0141 552 4400

University of Strathclyde var stofnaður fyrir rúmlega 200 árum „til hagsbóta fyrir mannkynið“ og hefur hann ávallt verið alþjóðlegur. Strathclyde háskólinn helgar sig „gagnlegri menntun“ og er viðurkenndur á alþjóðlegum vettvangi fyrir náið samstarf við alþjóðleg fyrirtæki og samstarf við iðnaðinn, stjórnvöld og stefnumarkandi aðila. Háskólafólkið í Strathclyde vinnur staðfastlega með samstarfsaðilum til að takast á við mikilvægustu rannsóknarefni 21. aldarinnar og að útskrifa það afburðafæra fólk sem iðnaðurinn og starfsgreinarnar þarfnast.

Hluti af kjarnastarfsemi háskólans hefur verið að ögra hefðbundinni þekkingu allt frá stofnun hans árið 1796. Í dag er hjá Strathclyde unnið staðfastlega með öðru leiðandi menntafólki og viðskiptalífinu til að finna lausnir á þeim áskorunum sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, á sviðum sem meðal annars varða heilbrigði, orkumál, framleiðslu og skipulag borga framtíðarinnar.

Á hverju ári velja nemendur Strathclyde vegna þess orðstírs sem hann nýtur fyrir fyrsta flokks kennslu og framúrskarandi aðstöðu. Nemendur fá kennslu sem byggir á rannsóknum í fremstu röð og á þörfum atvinnuveitenda heimsins í dag, háskólinn heldur tryggð við hefðina með fjárfestingum á 10 ára tímabili sem nema 350 milljónum breskra punda í líflegu, stafrænu háskólasvæði, til að geta boðið ákjósanlegan aðbúnað nemenda, ekki eingöngu við kennslu og bókasafnsaðstöðu, heldur einnig hvað varðar húsnæði, frístundir og íþróttaiðkun.

Náin tengsl Strathclyde við atvinnulífið og iðnaðinn gefa þeim sem útskrifast þaðan forskot á starfsferlinum. Innifalið í kennslunni býður háskólinn upp á ráðgjöf um starfsval og þjálfun.

Vefur University of Strathclyde

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um námsstyrki og námslán

Upplýsingar um skólagjöld

Í STUTTU MÁLI

 • Stofnaður árið 1796
 • 700 kennarar og rannsóknarlið
 • 10% nemenda eru erlendir - frá ríflega 100 löndum. Margir eru frá Kína, Indlandi, Brasilíu, Malasíu og Grikklandi.
 • Þekktastur fyrir námsbrautir í - verkfræði, vísindum, lögfræði, kennslufræði, hugvísindum, félagsvísindum og viðskiptafræði
 • Menntun í boði - BA, MA, MPhil og PhD
 • 93,2% nemenda sem útskrifuðust frá Strathclyde 2011-12 voru í vinnu eða stunduðu frekara nám hálfu ári eftir útskrift, en það er yfir skoska meðaltalinu sem er 92,8% og meðaltalinu í Bretlandi sem er 90,8%.
 • Strathclyde er meðal 20 fremstu háskólanna sem flestir stærstu atvinnurekendurnir horfðu til 2013-2014.
 • Skólaárið hefst seint í september
 • Nemendafélag University of Strathclyde var útnefnt nemendafélag ársins við verðlaunaafhendingu landssamtaka nemendafélaga, NUS Scotland Awards árið 2014.
 • Samkvæmt National Student Survey könnuninni 2014 voru 89% nemenda ánægðir með Strathclyde, hærra hlutfall en meðaltalið bæði í Skotlandi og Bretlandi í heild.
 • Útnefndur Times Higher Education Entrepreneurial University ársins 2013/14 og UK University ársins 2012/13
 • Mörg tækifæri á starfsnámi og ráðningu

Share