University of Glasgow

Glasgow-uni-995

HEIMILISFANG: Glasgow G12 8QQ, Bretland

VEFUR: http://www.gla.ac.uk/

SÍMI: 0141 330 2000

Háskólinn í Glasgow er meðal elstu háskóla og virtustu menntastofnana í Bretlandi og er fjórði elsti háskólinn í hinum enskumælandi heimi. Hann er viðurkenndur alþjóðlega fyrir frumkvöðlastarf og hefur verið innblástur hugsuða allt frá hinum virta vísindamanni Lord Kelvin til föður hagfræðinnar, Adams Smiths. Sagan og hefðirnar gegnsýra háskólann og við erum afar stolt af fortíð hans en vinnum jafnframt einbeitt að spennandi framtíð hans.

Undanfarnar fimm aldir hefur háskólinn í Glasgow verið á ystu nöf þess gerlega. Við höfum getið af okkur hæfileikaríkt fólk svo sem sjö nóbelsverðlaunahafa, einn forsætisráðherra og fyrsta forsætisráðherra Skotlands. Við höfum tekið á móti Albert Einstein, sem hefur haldið fyrirlestur um uppruna almennu afstæðiskenningarinnar, og fyrsti útskrifaði kvenkyns læknirinn í Skotlandi lauk námi sínu hér árið 1894. Kjósir þú að vera í námi hjá okkur, fetar þú í fótspor nokkurra af þekktustu frumkvöðlum heimsins, allt frá vísindamanninum Lord Kelvin til upphafsmanns sjónvarpsins John Logie Baird og aðalhöfundar og framleiðslustjóra Dr Who og Sherlock, Steven Moffat.

Við háskólann eru rúmlega 25.000 nemendur og hann er suðupottur hugmynda, hugvitsemi og nýsköpunar á einu mikilfenglegasta háskólasvæðinu í Bretlandi og í borg sem kallast á við kraft og iðandi lífið í háskólanum.

Vefur University of Glasgow

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um námsstyrki og námslán

Upplýsingar um skólagjöld

Í STUTTU MÁLI

 • Stofnaður árið 1451
 • 25% nemenda eru erlendir - margir koma frá Kína, Indlandi, Bandaríkjunum og Nígeríu
 • 4,7% nemenda eru annars staðar frá í Bretlandi
 • Þekktastur fyrir námsbrautir í - læknisfræði, dýralækningum, tannlækningum, lögfræði, verkfræði, lífvísindum, líflækningum, stjörnufræði, eðlisfræði, ensku, stærðfræði, jarðfræði, kennslufræði, sálfræði
 • Menntun í boði - BA, MA, PhD, PGDE, MBChB, BDS, BVMS, TESOL
 • Ári eftir útskrift eru 91,6% nemenda í vinnu eða stunda frekara nám
 • 91% nemenda er ánægðir (samkvæmt landskönnun meðal nemenda árið 2014), háskólinn vermir 51. sætið á lista bestu háskóla í heiminum (samkvæmt QS World University Rankings 2013)
 • Háskólaárið hefst um miðjan september
 • Í hópi þeirra háskóla ssem eru í efsta 1% á lista yfir bestu háskóla í heimi
 • Rúmlega 100 klúbbar og félög eru í skólanum, allt frá Cheese Society til Cut! Filmmaking
 • Tvö nemendafélög, en nemendafélag Glasgow University var útnefnt besta nemendafélagið í Bretlandi árin 2011, 2012 og 2013
 • Eitt besta bókasafnið í Evrópu sem er opið 361 dag ársins frá 7:15 til 02:00 og geymir 2,5 milljónir prentaðra bóka og tímarita
 • Nám erlendis og tækifæri til skiptináms um allan heim
 • Innan Club 21 Internship Programme áætlunarinnar um starfsnám er unnið með vinnuveitendum nær og fjær til að bjóða upp á hágæða starfsnám, sem oft á tíðum býðst eingöngu nemendum University of Glasgow. Önnur utanaðkomandi samtök hafa einnig milligöngu um tækifæri til starfsþjálfunar.

Share