Royal Conservatoire of Scotland

Conservatoire-995

HEIMILISFANG: 167 Renfrew St, Glasgow G3 6RQ, Bretland

VEFUR: http://www.gsa.ac.uk/

SÍMI: 0141 353 4500

GSA listaháskólinn er alþjóðlega viðurkenndur sem fremsta stofnun Evrópu á háskólastigi á sviði skapandi sjónlistagreina. Nálgun okkar byggir á vinnu í vinnustofum við rannsóknir og kennslu, hún leiðir saman ólíkar námsgreinar til að kanna leiðir til frumlegra lausna. Vinnustofan skapar umhverfi fyrir þverfaglegt nám á jafningjagrundvelli, gagnrýnar rannsóknir, tilraunir og frumgerð, en það er liður í að takast á við miklar áskoranir sem blasa við samfélaginu og viðskiptum nútímans.

Frá stofnun skólans árið 1845 hefur hlutverk okkar þróast í sífellu og mótast til að endurspegla þarfir þess samfélags sem við búum í, þannig voru viðfangsefni hans á 19. öldinni kennsla í fögrum listum og byggingalist en í dag hefur hann tekið stafrænni tækni opnum örmum. Fyrr á tímum sem og í dag er hlutverk okkar það sama - stuðla að bættum heimi með skapandi menntun og rannsóknum.

Sagan sýnir að skólinn hefur getið af sér nokkra af heimsins áhrifamestu og vinsælustu iðkendum skapandi greina nútímans, aðstaða GSA og menntun byggð á þjálfun laðar til sín hæfileikaríka einstaklinga með sameiginlega ástríðu fyrir sjónlistamenningu frá öllum heimshornum.

Margir nemendur kjósa að vera um kyrrt í Glasgow að útskrift lokinni vegna þess einstaka tengslanets skapandi einstaklinga, aðstæðna og grunnstoða sem er að finna í borginni og til þeirra leita listamenn, hönnuðir, arkitektar, rithöfundar og tónlistarmenn úr öllum heiminum sem lífsgæðin hér og augljós tækifæri til listrænnar sköpunar laða hingað.

Vefur Glasgow School of Art

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um námsstyrki og námslán

Upplýsingar um skólagjöld

Í STUTTU MÁLI

 • Stofnaður 1845
 • 150 manna starfslið við rannsóknir og kennslu
 • 25% nemenda eru erlendir - margir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Kína og Japan
 • 11% nemenda eru annars staðar frá í Bretlandi
 • Þekktastur fyrir námsbrautir í - arkitektúr, hönnun, fögrum listum og stafrænum listum.
 • Menntun í boði - BA, MA og PhD
 • 92,1% þeirra sem útskrifast frá skólanum eru í vinnu, sjálfstætt starfandi eða hafa farið í frekara nám eftir námsdvölina hjá GSA
 • Meðal breskra skóla sem helst best á nemendum sínum
 • 50% rannsókna fá alþjóðlega viðurkenningu eða eru leiðandi á heimsvísu
 • Fagtímaritið Architects' Journal setur Mackintosh School of Architecture með fimm bestu skólum Bretlands í arkitektúr
 • Skólaárið hefst um miðjan september
 • 200 herbergi fyrir námsmenn

Share