Glasgow Kelvin College

Kelvin-college-995

HEIMILISFANG: 123 Flemington St, Glasgow, Lanarkshire G21 4TD, Bretland

VEFUR: http://www.northglasgowcollege.ac.uk/

SÍMI: 0141 630 5000

Glasgow Kelvin College er yngstur þriggja svæðisframhaldsskóla í Glasgow, hann var stofnaður 2013 við samruna þriggja leiðandi skoskra verkmenntaskóla og starfsþjálfunarstofnana.  Hins vegar nær saga þeirra þriggja skóla sem eru grunnurinn að Glasgow Kelvin allt aftur til 1934 þegar verkmenntaskóli Glasgowborgar, Trades School of Glasgow, hóf störf sem fyrsti skóli borgarinnar fyrir verkmenntun og starfsþjálfun.

Glasgow Kelvin College hefur tekist að nýta alla þá góðu starfshætti, arfleifð og stolt frá þessum þremur upprunaskólum til að skapa raunverulega frumlegt og metnaðarfull lærdómssamfélag fyrir nemendur og starfslið.  Það er stolt Glasgow Kelvin skólans að bjóða fjölmargar námsleiðir sem allar leiða til framhaldsnáms eða atvinnu, allt frá tæknigreinum verkfræðinnar, vísinda og byggingariðnaðar til skapandi greina skartgripa- og tískuhönnunar, sjónlista og tónlistar, ásamt hugvísindum, snyrtifræði, heilbrigðis- og íþróttafræða.

Glasgow Kelvin er rekinn á fimm skólasvæðum í norður- og austurhluta borgarinnar.  Hvert skólasvæði er sjálfstætt alþjóðlegt samfélag nemenda úr fjölmörgum áttum hvað varðar námsferil og menningu, suðupottur sem auðgar líf og fjölbreytileika skólans.  Aðstaða er öll af fullkomnustu gerð, námsframboðið er afar fjölbreytt og hægt er að hefja og ljúka námi á ólíkum stigum þannig að Glasgow Kelvin hefur örugglega nám sem hentar þér.

Vefur Glasgow Kelvin College

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um skólagjöld

Í STUTTU MÁLI

  • Stofnaður 2013
  • 700 kennarar og starfsfólk
  • Þekktastur fyrir námsbrautir í - verkfræði, hljóðvinnslu, tískugreinum, leiklist, byggingariðnaði, félagslegri umönnun, heilbrigðisfræði, lífvísindum, læknisfræði, íþróttafræði, viðskiptafræði, snyrtifræði, list og hönnun
  • Menntun í boði:  kynningarnám, grunnnám; SQA (NPA, Higher, NC, NQ, HNC, HND, PDA, SVQ); Edexcel (BTEC); BA (Hons); BDes (Hons); City &Guilds; National Open College (Diploma)
  • Skólaárið hefst seint í ágúst
  • Innan skólans er veitt ráðgjöf um starfsval og haft samstarf við Skills Development Scotland
  • Nám til námsgráðu í samstarfi við: University of Highlands and Islands, University of Dundee og Manchester Metropolitan University.
  • Samstarfsskóli verkfræðideildar University of Strathclyde

Share