Glasgow Clyde College

Clyde-College-995

HEIMILISFANG: 50 Prospecthill Road, Glasgow G42 9LB, Bretland

VEFUR: http://www.glasgowclyde.ac.uk/contact-us/enquiry-form

SÍMI: 0141 272 9000

Glasgow Clyde College er framhaldsskóli með starfsemi á þremur skólasvæðum í Glasgow - Anniesland, Cardonald og Langside. Skólinn er ein stærsta framhaldsskólastofnunin í Skotlandi, hann var stofnaður í ágúst 2013 og er leiðandi í bæði akademískri menntun og verknámi.

Við framhaldsskólann eru 7.000 nemendur í fullu námi og 20.000 í hlutanámi og er það markmið skólans að hjálpa nemendum að ná lengra. Komdu til okkar og njóttu ávinnings af áralangri reynslu og einstökum kennsluviðmiðum við nútímalegan aðbúnað.

Hvort sem ætlunin er að fara í háskólanám í Skotlandi eða bæta færni í ritaðri og talaðri ensku, getur Glasgow Clyde College stutt þig til að hámarka hæfileika þína. Við erum sá framhaldsskóli í Glasgow sem leggur mest upp úr því að bjóða nemendur velkomna, höfum mikinn metnað og erum nýstárlegur skóli fyrir samfélag stúdenta frá öllum heimshornum. Frá fyrsta degi verður þú Glasgow Clyde námsmaður og mikilvægur þátttakandi í samfélagi okkar. Hjá okkur er virkt stúdentafélag sem er rekið af námsmönnum fyrir námsmenn. Starfsfólk okkar, allt frá fyrirlesurum til námsráðgjafa, hefur mikla reynslu og er reiðubúið að aðstoða meðan á námsdvölinni við Glasgow Clyde stendur.

Vefur Glasgow Clyde College

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um námsstyrki og námslán

Í STUTTU MÁLI

  • Stofnaður 2013
  • 300 manna kennaralið
  • Þekktastur fyrir námsbrautir í - bókhaldsgreinum, viðskiptafræði, tölvunarfræði, ensku, verkfræði, gestamóttöku, byggingargreinum og verkfræði, tísku, textíl og skarti, heilbrigðisfræði, hótelrekstri og ferðamennsku, blaðamennsku, upplýsingafræði, vísindum, íþróttum og hreysti, sjónvarpgreinum
  • School of Fashion, Textiles and Jewellery, tísku-, textíl- og skartgripaskólinn, hefur alið af sér heimsþekkt nöfn í tískuheiminum, meðal annarra Tammy Kane (annar helmingurinn af Christopher Kane), Louise Gray, Katie Roberts-Wood og Graeme Armour.
  • Menntun í boði - BA, HND, HNC, NC, NQ, PDA
  • Skólaárið hefst í ágúst.
  • Skólinn hefur gert samninga við eftirtalda háskóla um að nemendur geti flust á milli: Glasgow Caledonian University, Heriot Watt University, Strathclyde University, University of the West of Scotland.
  • Við eigum í óformlegu samstarfi við háskóla og listaskóla um allt Bretland, meðal annars við Open University, Glasgow School of Art, Duncan of Jordanstone School of Art og University of Edinburgh.

Share