Glasgow Caledonian University

GlasgowCaledonian-995

HEIMILISFANG: George Moore Building 70 Cowcaddens Road

VEFUR: http://www.gcal.ac.uk/

SÍMI: 0141 331 3000

Glasgow Caledonian University (GCU) er fimmti stærsti háskóli Skotlands.  Nútímalegt háskólasvæðið er í hjarta Glasgow, borgar sem þekkt er fyrir athafnasemi og gestrisni, og háskólinn býður upp á framúrskarandi námsumhverfi. Þar er að finna Saltire Centre sem er verðlaunað bókasafn með aðstöðu til hópastarfs en einnig fyrir einstaklingsnám í ró og næði. Með hjálp nýjustu tækni og þekkingu á atvinnulífinu er það markmið GCU að leysa hæfileika úr læðingi og búa nemendur þeirri færni sem gerir þeim kleift að ná árangri í sífellt harðnandi samkeppnisumhverfi á vinnumarkaði.

GCU er háskóli sem sker sig úr, með heildarsýn og framsýni að leiðarljósi og hann leggur áherslu á það félagslega markmið sitt að stuðla að almennri velferð. Skólinn er orðinn að alþjóðlegri miðstöð afburðagæða í framhaldsnámi, þannig að þeir sem útskrifast þaðan eiga auðvelt með að fá störf og verða þátttakendur í samfélagi þjóðanna. Við höfum unnið til verðlauna fyrir stuðning okkar og staðfestu þegar kemur að reynslu nemenda og á sama tíma innleitt nýjungar fyrir tilstilli rannsókna á heimsmælikvarða í sviðum þar sem við erum í lykilstöðu. Við höfum stuðlað að betra aðgengi að framhaldsmenntun fyrir hæfileikaríkt fólk óháð bakgrunni þeirra og fræðasamfélagið okkar hefur lagt sitt af mörkum til hagsbóta fyrir Skotland og umheiminn.

Glasgow Caledonian University er í fyrsta sæti hjá yfirgnæfandi hluta nemenda okkar. Hjá okkur færðu frábæra aðstöðu, framúrskarandi kennslu og starfsmenntun í afburðagæðum. Ekki síst mun þér verða ljóst að háskólinn - sem og borgin Glasgow - er vinalegur, gestrisinn og skemmtilegur staður til að verja námsárunum.

Vefur Glasgow Caledonian University

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um námsstyrki og námslán

Upplýsingar um skólagjöld

Í STUTTU MÁLI

 • Stofnaður 1993
 • 700 starfsmenn við rannsóknir og kennslu
 • 9% nemenda eru erlendir – margir frá Kína, Nígeríu, Sádi-Arabíu, Indlandi, Pakistan og Kanada
 • 2% nemenda eru annars staðar frá í Bretlandi
 • Þekktastur fyrir námsbrautir í – tísku, markaðssetningu lúxusvörumerkja, fjármálum og áhættu, ferðamennsku, verkfræði- og byggingargeiranum og tengdum heilbrigðisgreinum
 • Menntun í boði – skírteini, diplóma, BA, framhaldsdiplóma, framhaldsskírteini, samþætt MA, MA, PhD
 • Háskólasvæði í Glasgow, London og New York
 • 95% útskrifaðra nemenda fá vinnu eða fara í framhaldsnám innan hálfs árs frá útskrift
 • 70 námleiðir eftir útskrift og sveigjanlegir námsmöguleikar
 • Í öðru sæti í Bretlandi hvað varðar ánægju erlendra námsmanna (á mælikvarða International Student Barometer, ISB)
 • Í fyrsta sæti í Skotlandi hvað varðar stuðning við erlenda námsmenn (ISB)
 • Í öðru sæti í Skotlandi hvað varðar upplifun í námi (ISB)
 • Í fyrsta sæti í Skotlandi hvað varðar húsnæðiskostnað (ISB)
 • Í fyrsta sæti í Skotlandi hvað varðar ráðgjöf vegna dvalarleyfis (ISB)
 • Háskólaárið hefst í september
 • 660 herbergi fyrir námsmenn

Share