City of Glasgow College

CityofGlasgow995

City of Glasgow College (Framhaldsskóli Glasgowborgar)

HEIMILISFANG: 60 North Hanover St, Glasgow G1 2BP, Bretland

VEFUR: http://www.cityofglasgowcollege.ac.uk/

SÍMI: 0141 566 6222            

City of Glasgow College er einn stærsti framhaldsskólinn í Skotlandi, hann hefur söguleg tengsl við iðnaðinn og góðan orðstír fyrir að þroska færni í lífinu og atvinnu á fjölmörgum sérsviðum - í Glasgow, í landinu og um heim allan.

Framhaldsskólinn býður upp á marga möguleika til menntunar og þjálfunar, allt frá grunnnámskeiðum til diplóma á efri stigum og einnig fjölda námskeiða sem metin eru til prófgráðu hjá samstarfsaðilum á framhaldsmenntunarstigi. Í boði eru 835 stök námskeið innan 6 deilda í samvinnu við 34 akademísk sérsvið í fjölda námsgreina.

City of Glasgow College tekur á móti mestum fjölda erlendra námsmanna á framhaldsskólastigi í Skotlandi. Við erum meðal efstu 4% í Bretlandi sem gefa út dvalarleyfi fyrir námsmenn (Tier 4 visa) og erum metin mjög áreiðanleg hjá breska landamæraeftirlitinu (UKBA).

Samfélag erlendra námsmanna hjá okkur er nokkuð sem við erum afar stolt af hér í skólanum. Það skapar auðuga menningarlega, félagslega og þroskandi blöndu sem heillar bæði skoska nemendur okkar og starfsfólk.

Glasgow er ein líflegasta og alþjóðlegasta borgin í Evrópu. Staðsetning okkar í hjarta borgarinnar gerir skólann aðgengilegan námsfólki með öllum samgönguleiðum. Glasgow er höfuðborg Skotlands hvað varðar afþreyingu, verslun og menningu og allt er þetta í næsta nágrenni við okkur.

Vefur City of Glasgow College

Upplýsingar fyrir erlenda námsmenn

Upplýsingar um skólagjöld

Í STUTTU MÁLI

 • Stofnaður 2010
 • 636 kennarar og 1.195 skrifstofufólk
 • 5% nemenda eru erlendir - margir koma frá Indlandi, Angóla, Pakistan, Bangladess og Nígeríu
 • 1,28% námsmanna eru annars staðar frá í Bretlandi
 • Þekktastur fyrir námsbrautir í - listgreinum og hönnun, viðskiptum og fyrirtækjum, umönnun og félagsgreinum, tölvunarfræði, byggingariðnaði, verkfræði og orkumálum, skapandi iðngreinum, matvælaiðnaði og ferðamennsku, hár- og förðunargreinum, íþróttum, tungumálum og ensku fyrir útlendinga, skipstjórn
 • Menntun í boði - byrjendanámskeið, námskeið á NC, HNC, HND stigi, námskeið til prófgráðu, skírteini og diplóma eftir framhaldsnám.
 • Námsárið hefst í byrjun ágúst
 • 260 herbergi fyrir námsmenn
 • 25 samninga um að nemendur geti flust á milli háskóla um allt Bretland
 • Einn stærsti framhaldsskólinn í Evrópu verður opnaður í Glasgow að ári liðnu. Fullbúið verður skólasvæði City of Glasgow College, sem kostar 228 milljónir punda, á stærð við 11 hafnarboltavelli, með eigin yfirbyggðan garð með um 40.000 nemendur á ári hverju.
 • Meðal helstu einkenna hans má nefna um 300 framtíðarkennslustofur sem verða búnar nýjust tækni eins og skrifanlegum veggjum og fyrirlestrarsali sem hýsa munu viðburði og hægt verður að breyta í eldhús fyrir sýnikennslu í stíl meistarakokkanna.
 • Einstök aðstaða verður einnig fyrir hendi svo sem flugklefi, fullbúinn vélasalur í skipi og siglingahermir sem gerir nemendum kleift að spreyta sig í brú risatankskips.
 • Framhaldsskólinn er þekktur um allan suðurhluta meginlandsins fyrir kennslu á sviði skipstjórnar, verkfræði og sjávarfræða.
 • Við vinnum með 18 viðurkenndum fagaðilum, meðal annars með skosku vottunarstofunni (Scottish Qualifications Authority, SQA), AAT, CIPS, CIPD, CIM, CMI, RYA, Cisco, Microsoft og MCA.

Share