West End

Við spurðum aðdáendur okkar og íbúa Glasgow nýlega um uppáhaldsstaði þeirra og faldar perlur í West End hverfinu í Glasgow. Við fengum gnægð svara! Við birtum hér nokkrar bestu tillagnanna um hvað eigi að gera og sjá í West End hverfi borgarinnar:

A PLAY, A PIE AND A PINT

a-play-a-pie-995-FBimage

Í Òran Mór menningarsetrinu er boðið upp á nýstárlegt hádegisleikhús sem kallast A Play, a Pie and a Pint (leikrit, bökusneið og bjór).  A Play, a Pie and a Pint var hleypt af stokkunum 2004 og eru nú pöntuð árlega um 37 ný leikrit af ýmsum gerðum. Sett eru upp verk margra þekktustu höfunda Bretlands sem og verk nýrra og spennandi leikritshöfunda - heimsókn þangað er vel þess virði.

VALHALLA'S GOAT

Valhallas-Goat-995-FBimage

Fyrir þá sem til þekkja er Geit Valhallar í West End hverfi Glasgow staður sem verður að heimsækja - það er sönn fjársjóðskista full af eðalvínum, bjór og handgerðu súkkulaði. Úrval fínna drykkja hvaðanæva úr heiminum er ótrúlegt og við skorum á þig að fara þangað án þess að prófa neitt...

KELVINGROVE ART GALLERY & MUSEUM

Kelvingrove-995Listagalleríið og listasafnið Kelvingrove þarf vart að kynna því það er eitt af uppháhalds viðkomustöðunum í West End hverfinu. Þar er að finna eitt mesta listaverkasafn Evrópu meðal margra annarra sýninga og er eitt fjölsóttasta safn Bretlands utan Lundúna.

THE UNIVERSITY OF GLASGOW

Glasgow-uni-995
Háskóli Glasgowborgar á sér ótrúlega sögu - það er fjórði elsti háskólinn í hinum enskumælandi heimi og er oft talinn einn af bestu háskólum heims. Meðal frægra fyrrum nemenda skólans eru fjölmargir sem hafa lagt sitt af mörkum til að efla frábæran árangur hans og því er vel þess virði að rölta um þessa sögufrægu og mikilvægu stofnun í Glasgow.

HANOI BIKE SHOP

Hanoi-Bike-Shop-995

Veitingastaðurinn komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar hermt var að Beyoncé hefði litið þar inn þegar hún var á ferð um Glasgow. Hér er á ferðinni ósvikinn víetnamskur veitingastaður sem pukrast í Ruthven Lane og er rekinn af ástríðufullu matarfólki. Klárlega falin perla!

STARRY STARRY NIGHT

Starry-Starry-Night-995

Starry Starry Night er lítil sérverslun í Dowanside Lane sem var opnuð árið 1986. Verslunin er þekkt sem ein af bestu úrvalsverslununum í Glasgow og þar taka á móti þér reyndir starfsmenn sem aðstoða við að finna réttu flíkina fyrir þig úr öllu því mikla úrvali sem er á boðstólum.

BOTANIC GARDENS

Botanic-Gardens-995

Grasagarðurinn er á bökkum árinnar Kelvin og þar er gott að hvíla sig á ys og þys borgarinnar fyrir utan garðinn. Garðurinn er kyrrlát blanda af formlegum grasagarði og gönguleiðum á milli trjánna og svo er líka hægt að skoða Kibble Palace gróðurhúsið.

QUEEN'S CROSS CHURCH

QueensCross-995
Queen’s Cross kirkjan er líka þekkt undir nafninu Mackintosh kirkjan en hún er eina kirkjan sem Charles Rennie Mackintosh hannaði sem var byggð. Eftir að hún var afhelguð sem kirkja á áttunda áratugnum varð hún aðsetur Charles Rennie Mackintosh Society, sem heldur þar reglulega listviðburði og sýningar.

ASHTON LANE

Ashton-lane-995
Ashton Lane er heillandi steinlagt sund fullt af sérkennum og vinsælt jafnt yfir daginn sem á kvöldin. Þar er mikið úrval kráa og veitingastaða. Þeir sem hafa gaman af kvikmyndum ættu að fara í hið fræga bíóhús, The Grosvenor Cinema, en þar eru rúmgóð og þægileg sæti fyrir áhorfendur.

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í MiðbærMerchant CitySouthsideSauchiehall StreetNorður-Glasgow og Finnieston.

Share