Southside

Við spurðum aðdáendur og íbúa Glasgow nýlega um uppáhaldsstaði þeirra og faldar perlur í Southside hverfinu í Glasgow. Við fengum gnægð svara! Við birtum hér nokkrar bestu tillagnanna um hvað eigi að gera og sjá í Southside hverfi borgarinnar:

THE GLAD CAFE  

Glad-Cafe-995-FB

Kaffihúsið The Glad Café sem er í Shawlands er þekkt fyrir framúrskarandi matseðil sem býður margskonar ferska rétti úr árstíðarbundnum hráefnum sem og hágæðakaffi frá framleiðandanum Dear Green Coffee Roasters sem er þar nærri. Og svo er meira! Á kaffihúsinu er einnig vel tækjum búinn vettvangur fyrir nýja og upprennandi tónlistarmenn á svæðinu ásamt alþjóðlegum listamönnum, því er þar alltaf eitthvað að sjá, sama á hvaða tíma dags þú kemur. 

SOUTHSIDE FRINGE

southside-fringe-995

The Southside Fringe er vettvangur þar sem haldið er á lofti öllu því sem er í suðurhluta Glasgow. The Southside Fringe er rekið af ástríðufullu samfélaginu og ætlað að gefa íbúunum færi á að upplifa menningu, gamanleik, listir, drama og tónlist, allt með áherslu á Southside listamenn.

THE HIDDEN GARDENS

hidden-garden-995

Földu garðana, Hidden Gardens, er að finna í Tramway, sem er heimili skoska ballettsins. Það er friðsælt grænt svæði þar sem er kjörið að slaka á í Southside hverfinu og hvíla sig á umferðinni. Svo er fleira - í Hidden Gardens er fjöldi vinnustofa og námskeiða á vegum samfélagsins sem sér Southside fyrir vinalegum stað til að læra og deila garðyrkjuhæfileikum sínum. 

THE HAMPDEN EXPERIENCE

hampden-995

Það er ekki á allra vitorði, en þjóðarleikvangur Skotlands, Hampden Park, hýsir einnig eitt af bestu fótboltasöfnum heims, með ríflega 2.500 sýningargripi í 14 sýningarsölum! Því er kjörið að upplifa Hampden Experience til að fræðast um skoska fótboltaarfleifð á þessum ótrúlega leikvangi. 

HOUSE FOR AN ART LOVER

House-for-an-Art-Lover-995

Það fer lítið fyrir húsi fyrir listunnanda, House for an Art Lover, þar sem það kúrir í Bellahouston Park - það er hannað af hinum fræga skoska arkitekt Charles Rennie Mackintosh. Húsið er einstök menningarperla og verðugur staður að skoða jafnframt því sem það er einn af fínustu stöðunum fyrir brúðkaup og aðra viðburði í Southside hverfinu. 

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í West End, East EndMerchant CityMiðbærSauchiehall StreetNorður-Glasgow og Finnieston.

Share