Sauchiehall Street

Við þökkum öllum þeim sem hafa komið með tillögur að því hvað skuli gera á og nærri Sauchiehall Street - hér eru þau atriði sem við völdum úr því safni tillagna um hvað er að sjá og gera í þessum lifandi hluta Glasgow: 

WILLOW TEA ROOMS

Wilow-Tea-Rooms-995

Á skoskri gelísku þýðir „Sauchiehall“ sund víðitrjánna, en víðir er willow á ensku. Þannig fékk testofan Willow Tea Rooms einstakt nafn sitt. Þessi einstaka bygging var hönnuð af Mackintosh allt niður í smæstu smáatriði, jafnvel hnífapörin og vinnufatnað þjónanna. Ekki láta hjá líða að prófa síðdegiste hjá þeim!

GLASGOW SCHOOL OF ART

GSOA-2-995

Listaháskóli Glasgow er rétt hjá Sauchiehall Street, en breskir arkitektar völdu listaskóla Glasgow vönduðustu byggingu sem breskur arkitekt hefur hannað á síðastliðnum 175 árum. Á meðan þú ert þar skaltu kalla á einn af verðlauna-leiðsögumönnum þeirra til að fá að vita meira um Mackintosh og áhrif hans á borgina.

THE TENEMENT HOUSE

tenement-house-995

Stuttan spöl frá Sauchiehall Street er The Tenement House, upprunaleg 19. aldar leiguíbúð sem hefur verið varðveitt í upprunalegu horfi. Hvíldu þig á umferðinni og líttu á hvernig lífið var hjá íbúum Glasgow snemma á 20. öldinni!

CCA

CCA-995

Miðstöð samtímalistar Glasgow er hjarta sköpunargleði borgarinnar og hefur verið í aðalhlutverki í menningarlífi hennar um áratugaskeið. Þar eru allt árið heillandi sýningar, kynningar á kvikmyndum, tónlist og bókmenntum, og svo er hægt að fá sér snarl á líflegu kaffihúsi safnsins, Saramago Cafe.

WATT BROTHERS

Eitt af kennileitum Sauchiehall Street er verslun Watt bræðra, en þar hefur verið verslað frá því fyrir fyrri heimsstyrjöldina og sumir segja hana vera hálfgerðan fjársjóðshelli! Þar er að finna gæðamerki með miklum afslætti og því er um að gera að skoða sig um á öllum sex hæðunum og finna sér eitthvað ódýrt.

POMMES FRITES

Pommes-Frites-995-2

Ef þú hefur aldrei smakkað belgískar kartöflur eða Pommes Frites, skaltu fara á Sauchiehall Street til að smakka þær! Kartöflurnar eru tvíeldaðar og velja má um ríflega 20 kryddtegundir og sósur. Pommes frites eru því hressandi skyndibiti. 

NICE 'N' SLEAZY

NiceNSleazy-995-FBimage
Nice 'n' Sleazy klúbburinn var opnaður 1991 og er vinsæll skemmtistaður við Sauchiehall Street sem býður upp á breitt úrval plötusnúða og hljómsveita. Á barnum uppi á lofti er hægt að fá ýmis konar mat og mælt er með að prófa einn af hamborgurunum þeirra! 

THE GARAGE

 the-garage-995-2

The Garage klúbburinn heldur upp á 20 ára afmæli sitt á þessu ári, en hér er um að ræða einstakan klúbb og hljómsveitastað við Sauchiehall Street. Í klúbbnum hafa leikið stórstjörnur eins og Prince, One Direction og Fall Out Boy í gegnum árin og því fyllsta ástæða til að fylgjast með hvaða stórviðburðir eru á döfinni í The Garage!

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í West EndMerchant CitySouthsideMiðbærEast EndNorður-Glasgow og Finnieston.

Share