Miðbær

Við spurðum aðdáendur okkar og fylgjendur nýlega hverjir um uppáhaldsstaði þeirra og faldar perlur í miðborg Glasgow. Við fengum gnægð svara! Við birtum hér nokkrar bestu tillagnanna um hvað eigi að gera og sjá í miðborginni:

GEORGE SQUARE

George-Square-995

Torg Georgs konungs þriðja var opnað 1787 og er í hjarta miðbæjarins. Þar er að finna styttur af ýmsum skoskum frammámönnum, þeirra á meðal Thomas Graham, Sir Walter Scott og James Watt. Þar sem torgið er í Glasgow miðri er yfirleitt eitthvað að gerast þar - hvort sem það er skautasvell um jólin, útitónleikar eða „pop-up“ atburðir!

THE STYLE MILE

Buchanan-Street-995

Glasgow er paradís þeirra sem vilja versla og almennt er viðurkennt að einungis í West End í Lundúnum sé betra að versla. Á tískumílunni, Style Mile, eru þekktustu vörumerkin og stærstu verslunarmiðstöðvarnar, til dæmis Buchanan Galleries, St. Enoch Centre og Princes Square, svo fátt sé nefnt. Því er ljóst að hvort sem þú ert að leita að einstökum búðum eða sérverslunum, finnurðu eitthvað sem gleður þig á Style Mile.

THE CORINTHIAN CLUB

Corinthian-995

Korintíski klúbburinn var byggður 1842 á stað þar sem áður var 18. aldar setrið Virginia Mansion. The Corinthian Club er eitt af mest skreyttu byggingum Glasgow bæði innan og utan. Húsið var endurgert í fyrri mynd árið 1999 og hýsir nú glæsilegan veitingastað, bar og spilavíti ásamt því að bjóða til leigu rými til einkanota.

GLASGOW CITY CHAMBERS

City-Chambers-995

Ráðhúsið, The City Chambers, er eitt af mikilvægustu og virðulegustu byggingum borgarinnar. Það hefur staðið við George Square sem aðsetur borgarráðsins í rúma öld. Ekki láta hjá líða að fara í fría kynningarferð um tilkomumikil salakynni byggingarinnar og kynnast um leið glæsilegri sögu hennar.

UNIVERSITY OF STRATHCLYDE

Strathclyde-995

Strathclyde háskóli, oft kallaður „staður fyrir gagnlegt nám“, er þriðji stærsti háskóli Skotlands með um 16.000 nemendur í fullu námi og var nýlega valinn háskóli ársins í Bretlandi skólaárið 2012-2013. Háskólasvæðið er opið almenningi og því kjörið að fara í skoðunarferð á eigin vegum og kynnast betur þessari frábæru stofnun miðborgarinnar.

ROGANO


Rogano veitingahúsið er við torgið Royal Exchange Square og er elsta veitingahús Glasgow sem enn er við lýði. Veitingahúsið er skreytt að innan á einstakan hátt í Art Deco stíl og skapar þannig fullkomið umhverfi til að njóta sérstakra sjávarrétta Rogano og er því ákjósanlegt fyrir einstaka kvöldstund.

THE LIGHTHOUSE

the-lighthouse-995

Vitinn, The Lighthouse, er í byggingu sem áður hýsti dagblaðið Glasgow Herald og stendur við rólega götu í miðbænum. Byggingin var fyrsta opinbera verkið sem hinn frægi arkitekt Charles Rennie Mackintosh gerði og er besti staðurinn til að hefja Mackintosh leiðangur um Glasgow.

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í West End, Merchant City, Southside, Sauchiehall Street og Finnieston.

Share