Merchant City

Við spurðum aðdáendur okkar og íbúa Glasgow nýlega um uppáhaldsstaði þeirra og faldar perlur í miðborg Merchant City hverfinu í Glasgow. Við fengum gnægð svara! Við birtum hér nokkrar bestu tillagnanna um hvað eigi að gera og sjá í Merchant City hverfinu:

ST MUNGO MUSEUM

St-Mungo-995

Á hinu verðlaunaða St Mungo safni er sýndir trúarlegir listmunir og listaverk, sett fram til að auka skilning og virðingu á milli allra. Safnið býður upp á eitthvað fyrir fólk með ólíka trú eða enga - líttu við í hæglátum Zen garðinum þar sem gott er að slaka á yfir kaffibolla og njóta kyrrðarinnar.

GALLERY OF MODERN ART

 GoMA-995

The Gallery of Modern Art er það gallerí nútímalistar á Skotlandi sem fær flesta gesti, en þar er sýnt safn sem tekur stöðugum breytingum í einstakri byggingu. Fyrir utan sýningarnar eru í safninu kaffihús og bókasafn með miklu úrvali bóka um list og hönnun til útláns.

CAFÉ GANDOLFI

Cafe-Gandolfi-995

Gandolfi kaffihúsið er í byggingu sem hýsti upphaflega skrifstofur gamla ostamarkaðarins. Café Gandolfi er þekkt fyrir að kynna staðbundnar skoskar afurðir af ástríðu, en sérstakir réttir þeirra byggja eingöngu á fersku innihaldsefni frá staðbundnum birgjum um allt Skotland, í Hálöndunum og á eyjunum. 

GLASGOW CATHEDRAL

Glasgow-Cathedral-995

Dómkirkja Glasgow var reist þar sem St Mungo, verndardýrlingur borgarinnar er talinn hafa verið grafinn árið 612 eftir Krist, en hún er eina miðaldakirkjan á meginlandi Skotlands sem fékk að standa óbreytt við siðaskiptin árið 1560. Dómkirkjan er skylduskoðun, bygging sem sameinar sláandi byggingarstíl og sögu Glasgow. 

MERCHANT SQUARE

Merchant-Square-995

Torg kaupmanna, Merchant Square, er nýtískuleg miðstöð bara og veitingastaða undir sama þaki. Þar er úr nægu að velja, til dæmis Beer Café, skoskur matur á veitingastaðnum Arisaig, hinn vinsæli ítalski veitingastaður Fanelli's og svo vínbarinn Boudoir Wine Bar. Rúmgóður húsagarður tengist börunum og veitingastöðunum en þar eru settir upp ýmsir viðburðir - kíktu á markaðinn fyrir handverk og hönnun sem haldinn er vikulega. 

GLASGOW POLICE MUSEUM

Police-museum-995

Lögreglusafn Glasgow er ein af földum perlum borgarinnar - einstakt safn þar sem farup er ítarkega í sögu fyrsta lögregluliðs Bretlands, allt frá árinu 1800 til 1975. Sögð er saga löggæslu undanfarinna 175 ára og á safninu er einnig að finna umfangsmestu sýningu einkennisbúninga og einkennismerkja hvaðanæva úr heiminum. 

TRONGATE 103

Trongate103-995

Við Trongate 103 er aðsetur ýmissa skapandi fyrirtækja í Glasgow, þar er hægt að skoða list, skapa list og njóta þess að vera skapandi. Ekki er nóg að njóta skilvita sjónar og heyrnar - það er tilvalið að njóta hefðbundinnar rússneskrar matarlistar því Cafe Cossachok er fyrsta og eina ósvikna rússneska veitingahúsið á Skotlandi. 

BRITANNIA PANOPTICON

Britannia-Panopticon-995

Britannia Panopticon var stofnað 1857 og varð fljótlega vinsælasti staður borgarinnar fyrir afþreyingu og skemmtun, þar sem 1500 manns sátu þétt saman á trébekkjum fyrir hverja sýningu. Salurinn er í dag elsta starfandi leikhús heims og þar eru haldnar reglulegar kvikmyndasýningar, basararar og hefðbundnar tónlistarsýningar.

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í West EndMiðbærSouthsideSauchiehall StreetNorður-Glasgow, East End og Finnieston.

Share