East End

Ertu ekki viss um hvað þú eigir að skoða í East End í Glasgow? Líttu á eftirfarandi lista sem gerður er eftir tillögum íbúa hverfisins!

PEOPLE'S PALACE AND GLASGOW GREEN

Peoples-Palace-995

People’s Palace byggingin er staðsett í hinum fagra Glasgow Green garði og hefur að geyma safn sögulegra muna, ljósmynda, prentverks og kvikmynda sem sýnir hvernig íbúar Glasgow bjuggu, unnu og léku sér á tímabilinu frá 1700 til loka 20. aldar.

EMIRATES & SIR CHRIS HOY VELODROME

EmiratesArena995x402

Keppni í hjólreiðum og badminton á Samveldisleikunum 2014 fóru fram á Emirates leikvellinum og hjólakeppnisbraut Sir Chris Hoy Velodrome. Aðgangur er frjáls að þessari tæknilega fullkomnu aðstöðu og því um að gera að heimsækja staðinn og gera úr því góðan íþróttadag. 

COIA'S CAFE

coias-995

Coia fjölskyldan opnaði fyrsta kaffihús sitt í Dennistoun árið 1928 og allar götur síðan hafa íbúarnir þar helst kosið að hittast á Coia’s Café. Kaffihúsið er kennimark á Duke Street - og hentugur staður fyrir morgun-, hádegis- eða kvöldverð.

WEST BREWERY

West-brewery-995

The West Brewery er bar og veitingahús sem sóma sér vel í Templeton byggingunni. Þessi fallega bygging sem er eftirmynd af Doge höllinni í Feneyjum var aðsetur heimsfrægrar teppaverksmiðju fram á sjötta áratuginn.

CELINO'S

celino-995

Á daginn er ys og þys á Celino's kaffihúsinu en á kvöldin er það rólegur veitingastaður. Celino's í Dennistoun býður úrvalsrétti hvenær sem þú ákveður að líta við.

TOLLCROSS INTERNATIONAL SWIMMING CENTRE

tollcross.fw

Alþjóðlega sundmiðstöðin Tollcross var gerð upp fyrir 14 milljónir punda fyrir Samveldisleikana 2014, en Tollcross hefur verið vettvangur margra æsispennandi viðburða í sundkeppnum í Glasgow 2014!

DRYGATE

drygate-995

Drygate er fyrsta tilrauna-handverksbrugghús á Bretlandi og hefur fengið góðar viðtökur hjá bjórunnendum borgarinnar og víðar - Drygate er einmitt staðurinn að heimsækja ef þú ert að leita eftir einhverju öðruvísi.

TENNENT'S BREWERY

Tennents-995-TAKEN-FROM-FB

Tennent's brugghúsið býr að ríflega 450 ára brugghefð og bjórinn þeirra hefur unnið til margra verðlauna. Það er elsta starfandi fyrirtæki í Glasgow. 

BRIDGETON LIBRARY

bridgeton-995

Located in a newly refurbished iconic building, Bridgeton Library provides a wide range of services and activities, including Arts and Heritage events and an Early Years activity programme for the young ones.

Bridgeton bókasafnið er í mjög sérstakri byggingu sem nýbúið er að gera upp. Safnið veitir ýmiss konar þjónustu og býður upp á atburði, þar á meðal í tengslum við list og arfleifð ásamt barnastarfi fyrir unga gesti sem kallast Early Years.

Fleira

Skoðaðu það sem er að finna í West EndMerchant CityMiðbærSouthsideSauchiehall StreetNorður-Glasgow og Finnieston.

Share